Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Eiríks saga rauða, 1. kafli Sagt er frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu, í Dölunum. Auður gaf Vífli, leysingja sínum, Vífilsdal til ábúðar. Synir Vífils.

Similar presentations


Presentation on theme: "Eiríks saga rauða, 1. kafli Sagt er frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu, í Dölunum. Auður gaf Vífli, leysingja sínum, Vífilsdal til ábúðar. Synir Vífils."— Presentation transcript:

1 Eiríks saga rauða, 1. kafli Sagt er frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu, í Dölunum. Auður gaf Vífli, leysingja sínum, Vífilsdal til ábúðar. Synir Vífils hétu Þorbjörn og Þorgeir.

2 Eiríks saga rauða, 2. kafli Eiríkur rauði Þorvaldsson flutti frá Noregi til Íslands ásamt föður sínum. Þeir námu land á Hornströndum. Eiríkur kvæntist Þjóðhildi. Síðan fluttu þau að Eiríksstöðum í Haukadal. Eiríkur lenti fljótlega í útistöðum við nágranna sína og var dæmdur burt út Haukadal.

3 Eiríks saga rauða, 2. kafli, frh. Eiríkur nam þá nokkrar eyjar í Breiðafirði og settist að í Öxney. Hann lánaði Þorgesti setstokka og sótti þá sjálfur þegar Þorgestur skilaði þeim ekki. Þorgestur móðgaðist, elti Eirík og Eiríkur drap tvo syni hans. Fyrir þessi víg var Eiríkur rauði dæmdur sekur.

4 Eiríks saga rauða, 2. kafli, frh. Eiríkur bjó skip sitt og leyndist í Dímonarvogi meðan hans var leitað í Breiðafjarðareyjum. Hann hugðist finna Gunnbjarnarsker, sem hann hafði heyrt af. Eiríkur rauði sigldi svo til Grænlands, kannaði landið og tók sér bústað í Brattahlíð. Hann nefndi landið Grænland til að lokka menn þangað.

5 Eiríks saga rauða, 3. kafli Þorbjörn Vífilsson kvæntist og settist að á Laugarbrekku á Snæfellsnesi. Dóttir hans hét Guðríður. Hún dvaldist löngum í fóstri hjá Ormi bónda á Arnarstapa. Einar Þorgeirsson, sonur Þorgeirs leysingja, bað Guðríðar. Þorbjörn faðir hennar tók ekki í mál að gifta hana þrælssyni.

6 Eiríks saga rauða, 3. kafli, frh. Þorbjörn er blankur en fremur en draga saman seglin vill hann flytja af landi á brott. Hann ákveður að fara á fund Eiríks rauða, vinar síns. Með honum fara um 30 manns, þ.á.m. Ormur og kona hans. Fólkið lendir í miklum hrakningum, margir látast úr sótt (m.a. Ormur og kona hans) en loks nær það landi á Herjólfsnesi á Grænlandi.

7 Eiríks saga rauða, 4. kafli Á þessum tíma ríkti mikið hallæri á Grænlandi. Þorbjörg lítilvölva er fengin til að spá fyrir um framtíðina. Hana aðstoðar Guðríður Þorbjarnardóttir. Um vorið flytur Þorbjörn með fjölskyldu sína til Eiríks rauða í Brattahlíð.

8 Eiríks saga rauða, 5. kafli Eiríkur og Þjóðhildur áttu tvo syni: Þorstein, sem dvaldi heima í Brattahlíð, og Leif, sem var í Noregi, með Ólafi konungi Tryggvasyni. Á leið úr fríi á Grænlandi dvelst Leifur um sumar í Suðureyjum. Þar kynnist hann náið konu sem heitir Þórgunna.

9 Eiríks saga rauða, 5. kafli, frh. Leifur vill ekki hafa Þórgunnu með sér frá Suðureyjum en hún segist vera ólétt og spáir því að sonurinn verði til lítils gagns; segist munu senda hann til Grænlands í fyllingu tímans. Leifur fer til Noregs og dvelur þar einn vetur. Næsta vor sendir Ólafur Tryggvason hann í kristniboð til Grænlands.

10 Eiríks saga rauða, 5. kafli, frh. Leifur villist af leið og finnur land nokkurt þar sem vex hveiti (=villirís), vínviður og mösur (= hlynur). Leifur bjargar mönnum af skipsflaki. Leifur kemst til Grænlands og kristnar landsmenn. Eftir þetta er hann kallaður Leifur hinn heppni.

11 Eiríks saga rauða, 5. kafli, frh. Þjóðhildur tekur kristni og lætur reisa kirkju. Hún neitar að sænga hjá Eiríki því hann vill ekki taka kristna trú. Þorsteinn Eiríksson hyggst sigla til landsins sem Leifur fann, ásamt föður sínum. Eiríkur slasast á fæti þegar hann felur silfur sitt en fer samt. Þá rekur víða um höf og taka loks land aftur á Grænlandi.

12 Eiríks saga rauða, 6. kafli Þorsteinn Eiríksson kvænist Guðríði Þorbjarnardóttur. Þau fara í Lýsufjörð í Vestri-byggð og búa þar félagsbúi móti hjónunum Þorsteini og Sigríði. Mikil sótt kemur upp á bænum og margir deyja; ganga flestir herfilega aftur.

13 Eiríks saga rauða, 6. kafli, frh. Meðal þeirra sem deyja úr sótt eru Þorsteinn Eiríksson og Sigríður, kona hins Þorsteins. Þorsteinn Eiríksson vaknar upp eftir andlátið, biður um að fá leg í vígðri mold og spáir fyrir Guðríði. Leggst svo aftur niður dauður. Þorsteinn er jarðaður í Brattahlíð. Eiríkur rauði tekur við Guðríði enda lést faðir hennar um svipað leyti.

14 Eiríks saga rauða, 7. kafli Þorfinnur karlsefni kemur til Grænlands, úr Skagafirði. Hann dvelur með Eiríki rauða í Brattahlíð. Eiríkur leggst í þunglyndi því hann á ekkert öl fyrir jólin. Þorfinnur karlsefni leysir úr þeim vanda. Þorfinnur biður Guðríðar og þau giftast.

15 Eiríks saga rauða, 8. kafli Þorfinnur karlsefni býr skip sitt til Vínlands. Með honum fara um 160 manns, þ.á.m.: Guðríður, kona hans Snorri, vinur hans Freydís Eiríksdóttir og Þorvarður maður hennar Þórhallur veiðimaður Þau finna Helluland, Markland og Furðustrandir.

16 Eiríks saga rauða, 8. kafli, frh. Haki og Hekja, skoskir þrælar, fara í könnunarleiðangur og finna vínvið og hveiti. Þórhallur veiðimaður galdrar hval á land. Hvalkjötið fer illa í menn.

17 Eiríks saga rauða, 9. kafli Þórhallur veiðimaður vill í norður en Karlsefni í suður. Þeir skilja og fara 8 manns með Þórhalli en allir hinir fylgja Þorfinni karlsefni. Þórhall og félaga rekur til Írlands og þar lét Þórhallur líf sitt.

18 Eiríks saga rauða, 10. kafli Karlsefni og hitt fólkið sigla suður og taka sér bústað við stórt vatn sem þau nefna Hóp. Þar eru landkostir feikilega góðir. Einn morguninn kemur fjöldi húðkeipa siglandi. Innfæddir eru forvitnir en gera norrænu mönnunum ekkert mein og sigla svo brott.

19 Eiríks saga rauða, 11. kafli Um vorið kemur fjöldi skrælingja (innfæddra) siglandi á húðkeipum. Karlsefni og félagar hafa vöruskipti við þá, skipta á rauðu klæði og skinnum, en Karlsefni bannar mönnum að láta skrælingja hafa vopn. Naut Þorfinns karlsefnis fælir skrælingja á brott.

20 Eiríks saga rauða, 11. kafli, frh. 3 vikum seinna koma skrælingjar aftur. Nú slær í harðan bardaga og er útlit fyrir að norrænir menn lúti í lægra haldi enda beita skrælingjar göldrum. Freydís hræðir skrælingjana á brott með því að leggja sverð á nakin brjóst sín. Karlsefni og félögum líst orðið illa á að setjast að við Hóp en halda áfram að kanna landið.

21 Eiríks saga rauða, 12. kafli Karlsefni og félagar rekast á einfæting sem skýtur Þorvald Eiríksson til bana. Á veturna dvelja norrænu mennirnir í Straumfirði. Fyrsta haustið fæddist Þorfinni karlsefni og Guðríði sonur, sem nefndur var Snorri. Snorri er 3 ára þegar þau ákveða að sigla aftur til Grænlands.

22 Eiríks saga rauða, 12. kafli, frh. Á leiðinni taka þau land á Marklandi. Þar taka hinir norrænu tvö innfædd börn til fanga. Innfæddu börnin segja þeim sögur af kóngi sínum og landi þegar þau hafa lært íslensku. Þau komast heilu og höldnu aftur til Grænlands og fara til Eiríks rauða í Brattahlíð.

23 Eiríks saga rauða, 13. kafli Bjarni Grímólfsson hafði orðið viðskila við Karlsefni og rak skip hans í Írlandshaf. Þar lenti það í maðksjó. Ljóst er að ekki komast allir fyrir í björgunarbát og er dregið um hverjir komast. Bjarni lætur eftir sitt pláss í björgunarbátnum. Þeir sem komust í bátinn björguðust en hinir fórust í maðksjónum.

24 Eiríks saga rauða, 14. kafli Eftir tveggja vetra dvöl í Grænlandi halda þau Þorfinnur karlefni og Guðríður til Íslands. Þau setjast að í Reyninesi í Skagafirði. Af Snorra Þorfinnssyni / Karlsefnissyni er komið margt mætra manna, þ.á.m. þrír biskupar.


Download ppt "Eiríks saga rauða, 1. kafli Sagt er frá landnámi Auðar (Unnar) djúpúðgu, í Dölunum. Auður gaf Vífli, leysingja sínum, Vífilsdal til ábúðar. Synir Vífils."

Similar presentations


Ads by Google