Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Námsmatshugtakið, helstu námsmatsaðferðir og nokkur álitamál um námsmat í kennslu (og ef tími leyfir: Nokkur orð um einkunnir og vitnisburð)

Similar presentations


Presentation on theme: "Námsmatshugtakið, helstu námsmatsaðferðir og nokkur álitamál um námsmat í kennslu (og ef tími leyfir: Nokkur orð um einkunnir og vitnisburð)"— Presentation transcript:

1 Námsmatshugtakið, helstu námsmatsaðferðir og nokkur álitamál um námsmat í kennslu (og ef tími leyfir: Nokkur orð um einkunnir og vitnisburð)

2 Markmið þekki helstu námsmatsaðferðir og geti nýtt þá þekkingu í eigin kennslu kunni skil á helstu álitamálum sem tengjast námsmati og taki til þeirra afstöðu Vandi Vandi að ræða námsmat Lítið er vitað (örugg vitneskja) um hvernig námsmati er háttað í framhaldsskólum hér á landi!

3 Bakgrunnur Mikil gróska í námsmati og námsmatsfræðum Gerjun og deilur: Bandaríkin (prófin / óhefðbundið námsmat, England (prófin / leiðsagnarmat) Deilur um samræmd próf hér á landi Margir grunnskólar hér á landi vinna nú skipulega að þróun námsmats: Barnaskóli Hjallastefnunnar, Laugalækjarskóli, Hrafnagilsskóli, Norðlingaskóli, Salaskóli og margir fleiri Áhugaverðar rannsóknir á námsmatsaðferðum í grunnskólum: Ingibjörg Erna Pálsdóttir, Rúnar Sigþórsson Litlar fréttir úr framhaldsskólunum! Sjá þó framlag Rósu M. Grétarsdóttur og Sigurbjargar Einarsdóttur

4 Námsmatshugtakið Samofið allri kennslu. Kennari fylgist með nemanda í dagsins önn. Allt mat sem ekki er formgert með e-m hætti. Allt skipulegt, formlegt, opinbert námsmat, s.s. próf, kannanir, skipulegar athuganir, skráning á árangri, formlegur vitnisburður. Óformlegt námsmat – formlegt námsmat Dæmi um skilgreiningu: Námsmat er öll öflun upplýsinga um nám nemenda og miðlun þeirra til annarra

5 Nokkur mikilvæg námsmatshugtök Greinandi mat: Til að greina námserfiðleika (Diagnostic Assessment) Stöðumat: Hvar stendur nemandinn? (Placement Assessment) Leiðsagnarmat: Til að bæta námið (Formative Assessment) Heildarmat (yfirlitsmat): Til að meta námsárangur þegar kennslu er lokið (Summative Evaluation) Símat: Stöðugt námsmat á námstíma (Continuous Assessment / Ongoing Assessment)

6 Ræðið: Hver eru helstu námsmatsverkin? Hversu stór hluti af starfi unglingastigs- eða framhalds- skólakennara er námsmat?

7 Eru þetta mikilvægar spurningar? Hvernig er námsmati í skólum yfirleitt háttað (unglingastig – framhaldsskólar)? Eru matsaðferðirnar að skila góðum árangri? Eru þetta bestu aðferðir sem völ er á? Er vel staðið að námsmati? Hvað þarf helst að bæta eða þróa? Hvaða leiðir koma helst til greina við að bæta námsmat? Hvernig ber að skilja ákvæði aðalnámskrár? Á hvaða námsmatsaðferðir ber að leggja áherslu samkvæmt námskránni? Á hverju á að byggja þróun námsmats?

8 Ákvæði Aðalnámskrár 1999 Tilgangur námsmats er að kanna að hve miklu leyti nemandi hefur tileinkað sér markmið aðalnámskrár (skólanámskrár) í viðkomandi grein. Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti eftir ákvörðun skóla. Umfang þess skal þó að jafnaði vera í samræmi við umfang kennslu í viðkomandi grein. Kennarar bera ábyrgð á námsmati og þeir meta úrlausnir nemenda.

9 Ákvæði Aðalnámskrár 1999: Náttúrufræði Námsmat skal byggjast á  lokamarkmiðum með náttúrufræðinámi er varða greinar námssviðsins, vinnubrögð og færni, svo og skilning á hlutverki og eðli náttúruvísinda  kröfum sem gerðar eru í markmiðum einstakra áfanga Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins. Með því er átt við að auk þekkingarmarkmiða beri að meta færni-, skilnings- og viðhorfamarkmið á margvíslegan hátt auk framfara, vinnulags og hugkvæmni nemandans. Mikilvægt er að matið sé upplýsandi fyrir nemendur og foreldra og um leið hvetjandi. Auk mats á stöðu nemenda er æskilegt, þar sem það á við, að matið feli í sér upplýsingar um leiðir sem nemandinn getur farið til að bæta stöðu sína. Sú vitneskja, sem námsmatið veitir, hjálpar einnig skólastjórnendum við námsskipan og kennurum til nýrrar markmiðssetningar og getur oft gefið tilefni til breytinga á námsefni, niðurröðun þess á skólaárið og kennsluaðferðum.

10 Ákvæði Aðalnámskrár 1999: Samf.gr Námsmatið skal vera í samræmi við markmið náms eins og þau eru sett fram í aðalnámskrá og skólanámskrám … Aðferðir til námsmats eru margvíslegar og varða bæði tímasetningu þess, viðfang og vinnulag. Sem dæmi má nefna –símat á öllum námstímanum –lokapróf að námsáfanga loknum, annaðhvort munnleg eða skrifleg –mat á verkefnum af ýmsu tagi –mat á vinnuferli við verkefnin Í samfélagsgreinum geta allar þessar leiðir átt við - og fleiri til - allt eftir markmiðum náms hverju sinni. Ef t.d. er ætlast til þess að nemendur tileinki sér ákveðinn þekkingarforða getur einfalt skriflegt próf verið viðeigandi. Ef unnið er að stórri ritgerð í námsáfanga hlýtur mat á henni að vega þungt. Ef lögð er áhersla á vinnubrögð við gerð slíkrar ritgerðar þarf að meta vinnu nemenda sérstaklega en ekki lokaafurðina eingöngu. Þetta má gera með því að fylgjast með vinnunni milliliðalaust eða með því að nemendur haldi dagbók (leiðarbók). Ef markmiðið er að nemendur þjálfist í að tjá sig eða rökræða mál þarf að meta tjáninguna sjálfa og rökræðuna. Í öllum tilvikum er nauðsynlegt að nemendum sé ljóst fyrir fram hvað og hvernig eigi að meta og að niðurstöðurnar séu sundurliðaðar og skýrar. Á fyrri stigum náms í samfélagsgreinum eru skrifleg próf oft uppistaðan. Rétt er að gæta þess engu að síður að öll markmið séu metin svo að t.d. sköpun, sjálfstæði, rökræða og önnur tjáning fái einnig rými. Til þessa getur verið gagn að því að meta munnlega frammistöðu, framsetningu efnis eða lítil sjálfstæð verkefni. Að jafnaði eykst hlutfall verkefna eftir því sem lengra dregur í náminu.

11 Námsmat og próf í VÍ Próf eru haldin í desember (miðsvetrarpróf) og á vorin (vorpróf) auk skyndiprófa í einstökum námsgreinum. Á vorprófi er prófað úr námsefni alls vetrar nema annað sé sérstaklega tekið fram. Stúdentspróf eru í mörgum tilvikum yfirlitspróf þar sem prófað er úr námsefni síðustu tveggja til þriggja ára (fer eftir námsgreinum). Eftir miðsvetrarpróf fá nemendur skírteini þar sem fram koma einkunnir í einstökum greinum svo og meðaleinkunn, sem er vegið meðaltal allra einkunna. Vegið er með einingafjölda í einstökum greinum. Árseinkunn er byggð á skyndiprófum, verkefnum, ástundun, mætingu og miðsvetrarprófi. Vægi einstakra þátta er mismunandi eftir greinum og er gerð grein fyrir því í kafla hverrar greinar í skólanámskrá. Nemendur fá árseinkunnir afhentar í lok skólaárs áður en vorpróf hefjast. Að loknum vorprófum fá nemendur skírteini þar sem fram koma einkunnir í einstökum greinum og einnig árseinkunnir. Meðalárseinkunn er vegið meðaltal allra árseinkunna og meðalprófseinkunn er vegið meðaltal allra prófseinkunna. Aðaleinkunn er síðan reiknuð sem meðaltal meðalárseinkunnar og meðalprófseinkunnar. (Leturbreyting IS)

12 Tilgangur námsmats er margþættur!? Námshvatning – aðhald Upplýsingar til nemenda, foreldra, annarra Greina og meta nám eða kennslu Vísbendingar til kennara Gæðaeftirlit Gera tilgang námsins ljósari Val og flokkun á fólki

13 Önnur sjónarmið um tilgang námsmats (hin dulda námskrá) Búa nemendur undir frekara nám / lífsbaráttuna Halda aga Umbuna eða refsa? Styrkja vald kennarans? Ógnun Eyða tíma!?

14 Þegar grannt er skoðað: Hvers vegna vefst námsmat svo mikið fyrir okkur ? ... er flókið  það er afdrifaríkt  fyrir þróun sjálfsmyndar  fyrir starfsval og starfsframa ... reynir mjög á sanngirni og réttlætiskennd ... tengist ólíkum viðhorfum ... tengist fordómum okkar ... manneskjan (við!) er ótraust mælitæki! Þegar grannt er skoðað: Hvers vegna vefst námsmat svo mikið fyrir okkur ?

15 Rannsókn Lucas (1971) Ein úrlausn fékk sömu einkunn allra prófdómaranna. 19 úrlausnir fengu tvær einkunnir 12 fengu þrjár einkunnir 12 úrlausnir fengu ýmist 0 eða 3 Ein fékk bæði 0 og 4 Lucas (1971) lét 6 prófdómara meta 44 úrlausnir á stúdentsprófi í líffræði. Gefnar voru einkunnir á bilinu 0-6:

16 Skrifleg kunnáttupróf Margir hafa talið að góð leið til að tryggja sanngirni og óhlutdrægni sé fólgin í því að byggja námsmat á skriflegum kunnáttuprófum (t.d. krossaprófum) Áhersla á stöðluðu próf – samræmd próf (langvarandi deilur hafa verið um þýðingu slíkra prófa) Margt bendir til þess að kennarar á unglingastigi og í framhaldsskólum hér á landi noti skrifleg próf sem meginaðferð við námsmat

17 Meginsjónarmið prófandstæðinga Próf mæla aðeins lítinn hluta námsmarkmiða Próf er einangrað skólafyrirbæri sem á sér fáar hliðstæður annars staðar í samfélaginu Ef meginhlutverk skólans er að undirbúa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi ætti námsmat að líkjast þeim matsaðferðum sem almennt eru notaðar í lífi og starfi Námsmat á að vera samofið öðru skólastarfi og falla að því með eðlilegum hætti (Assessement for Learning eða Assessment as Learning í stað Assessment of Learning)

18 Hvað er próf? 1. Verkefni sem ætlað er að kanna þekkingu nemenda eða leikni 2. Lagt fyrir á tilteknum tíma, leyst innan tímamarka eftir ákveðnum reglum 3. Nemendur fá sömu (sambærileg) verkefni 4. Nemendur búa sig undir prófið án þess að vita nákvæmlega um hvað verður spurt 5. Verkefnið er leyst í viðurvist eftirlitsmanns sem aðeins má veita takmarkaða eða jafnvel enga aðstoð 6.Nemendur mega ekki hjálpast að 7. Yfirleitt má ekki styðjast við heimildir eða gögn

19 Aðrar gerðir prófa (Alternative Tests) ☺„Allir hjálpast að “- prófið ☺ Tíu-prófið ☺ Nemendum leyft að hafa með sér gögn / heimildir (dæmi „svindlpróf“) ☺ Prófverkefni / spurningar gefið upp með fyrirvara ☺ Nemendur fá nokkra daga til að skila úrlausn ☺ Samvinnupróf

20 Efst á baugi í námsmati  Leiðsagnarmat (Formative Assessment)  „Rauntengt“ námsmat (Authentic Assessment) námsmat  Óhefðbundið námsmat (Alternative Assessment)  Frammistöðumat (Performance-based Assessment eða Performance Assessment)  Portfolio Assessment: Námsmöppur, verkmöppur, sýnismöppur  Önnur hugtök sem oft eru notuð: Differentiated Asssessment (einstaklingsmiðað námsmat), Multidimensional eða Multiple Assessment (margþætt námsmat), Holistic Assessment (heildstætt námsmat)

21 Leiðsagnarmat (lykilhugtak í einstaklingsmiðuðu námi) Kjarninn í leiðsagnarmati er að nemandinn fái (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf) Haft er fyrir satt að fjöldi rannsókna sýni fram á þýðingu vandaðs leiðsagnarmats til að bæta námsárangur Nemendur sem standa höllum fæti virðast njóta sérstaklega góðs af leiðsagnarmati Sjálfsmat er mikilvægur þáttur í leiðsagnarmati en meginatriði er að nemendur skilji til hvers er af þeim ætlast (skilja markmiðin) (Black og Wiliam 1998): Inside the Black Box

22 Einstaklingsmiðað (?) námsmat Gengið er út frá getu og hæfni hvers nemanda Matið nær til allra flokka markmiða Matið er stöðugt allan námstímann og fléttast með eðlilegum hætti inn í námið Áhersla á uppbyggjandi endurgjöf (leiðsögn) Námsmatsverkefnin sjálf eiga að hafa kennslufræðilegt gildi Matið nær jafnt til aðferða og afurða Byggt er á margvíslegum gögnum og sjónarhornum Áhersla á virka þátttöku nemenda, sjálfsmat, jafningjamat

23 Helstu námsmatsaðferðir Litróf námsmatsaðferðanna Skipulegar athuganir Mat á frammistöðu Námsmöppur / sýnismöppur („Portfolio“) Greining og mat á verkefnum / úrlausnum Dagbækur, leiðarbækur Sjálfstæð verkefni Sjálfsmat nemenda Jafningjamat Umræður – viðtöl Viðhorfakannanir Próf og kannanir Námshátíðir, upp- skeruhátíðir (Learning Celebrations)

24 Heimildir um námsmatsaðferðir Kennsluaðferðavefurin Kennsluaðferðavefurinn

25 Næst á dagskrá Um námsmat í framhaldsskólum hér á landi: Rósa Maggý Grétarsdóttir og Sigurlaug Einarsdóttir menntaskólakennarar Um leiðsagnarmat, með sérstakri áherslu á sjálfsmatsaðferðir (sjá bæklinginn Self- assessment, sem þið eruð hvött til að lesa fyrir vettvangsnám) Þið eruð beðin að vera búin að lesa greinina Inside the Black Box þegar við hittumst 12. mars.


Download ppt "Námsmatshugtakið, helstu námsmatsaðferðir og nokkur álitamál um námsmat í kennslu (og ef tími leyfir: Nokkur orð um einkunnir og vitnisburð)"

Similar presentations


Ads by Google