Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
C. S. Peirce: “The Fixation of Belief” Inngangur að heimspeki 12. september 2006 Róbert H. Haraldsson
2
Formáli: Gagnrýnin hugsun Skilgreining Páls: „Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni“ (Páll Skúlason, 1987, bls. 70).
3
Boðorð gagnrýninnar hugsunar Það er rangt að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum. „Það er ætíð rangt, alls staðar og fyrir hvern mann að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum“ (Clifford, 1877/1993, bls. 51).
4
Clifford Það eru rætur skoðunar eða sannfæringar (e. belief), en ekki innihald hennar eða afleiðingar, sem skipta máli. Réttnefnd sannfæring hefur áhrif á athafnir. Sannfæring er ekki einkamál þess er hana hefur.
5
Leiðir við skoðanamyndun Þrjóskuleiðin (e. method of tenacity) Kennivaldsleiðin (e. method of authority) Fordómaleiðin (e. a priori method) Gagnrýnin/vísindaleg hugsun (e. method of science) (sbr. Charles Peirce, 1877)
6
A priori-aðferðin Fordómaleið? Slæm þýðing Öflug aðferð mörgu leyti: Rök og sjálfstæði við myndun skoðana Áhersla á skynsemina Skyldleiki við þrjósku- og kennvaldsleiðina Er þessi aðferð algeng í dag?
7
Tekst aðferðinni að eyða óþægindum efans? Skoðunin og raunveruleikinn Grefur aðferðin undan sjálfri sér? Þolir aðferðin sjálfsskoðun? Helgar tilgangurinn meðalið?
8
„Til eru raunverulegir hlutir sem eru algerlega óháðir skoðunum okkar á þeim [...] Það sem er nýtt við þennan hugsunarhátt snertir raunveruleikann.“ (107–108, leturbreytingar mínar)
9
Takmarkanir a priori leiðarinnar „Síðan á dögum Descartes hefur [þessi] galli á hugmyndum um sannleiksleitina ekki verið eins áberandi. Engu að síður mun vísindamanninum oft virðast sem heimspekingunum sé meira í mun að athuga hvaða skoðanir komi heim og saman við eigin kerfi frekar en að uppgötva staðreyndir. Það er ekki hlaupið að því að sannfæra þann sem beitir a priori- aðferðinni með því að tína til staðreyndir; en ef þú leiðir honum fyrir sjónir að skoðun sem hann keppist við að verja sé í ósamræmi við eitthvað annað sem hann hefur kveðið á um, þá er líklegt að hann falli strax frá henni.“ (132)
10
Hilary Putnam „Heimspekingar hafa aldrei verið gjarnari á það en nú á tímum að beita a priori-röksemdafærslum. Ein ástæða þess að slíkar röksemdafærslur eru ófullnægjandi er að þær sanna allaf of mikið; þegar heimspekingur „leysir“ fyrir manni siðferðilegt vandamál er tilfinningin svipuð og ef maður hefði beðið um strætisvagnafarmiða en þess í stað verði afhentur farmiði með fyrstu almenningshnattgeimferjunni [...] Það einkennir stóran hluta þess efnis sem birt er sem siðfræði að jafnvel sá lesandi sem telur að þar sé eitt og annað sagt af skynsemi missir áhugann vegna þess að heimspekingurinn „sannar of mikið“.“ (Hilary Putnam, „How not to solve ethical problems“. Þýð. Jón Kalmansson)
Similar presentations
© 2024 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.