Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008.

Similar presentations


Presentation on theme: "1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008."— Presentation transcript:

1 1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008

2 2 Kynning námskeiðs Markmið: þekkja helstu hugtök og hugmyndir um námskrár, námskrárgerð og skipulag náms og kennslu Þekkja viðfangsefni og aðferðir við námsmat og mat á skólastarfi (Hvað metið? Hvernig metið?) Vinnulag: Fyrirlestrar, umræða á WebCT (námsþættir), hópvinna og einstaklingsvinna. Gert ráð fyrir sjálfstæðri vinnu kennaranema og virkni í umræðum.

3 3 Viðfangsefni á námskeiðinu Fræðileg þekking og skilningur Mikilvægt er að skoða hvað aðrir hafa rannsakað og skrifað: „If I have seen further, it is by standing on the shoulders of giants“ -I. Newton En einnig er lögð áherla á skapandi og gagnrýnar hugmyndir nemenda sjálfra. Óæskilegt að “lepja allt upp” eftir öðrum, heldur reyna að skapa sjálfur og fjalla um hugmyndir annarra með gagnrýnu hugarfari, næstum því þannig: „The secret to creativity is knowing how to hide your sources“ -A. Einstein

4 4 Kynning námskeiðs Námið felst ekki síst í að tengja saman ólíkar hugmyndir og setja fram með eigin stíl (nýmyndun) „Ekkert er nýtt undir sólinni“ – (Nýja testamentið) > Allt sem við gerum eða hugsum er einfaldlega tilbrigði við það sem hefur verið gert eða hugsað einhvern tímann áður. „Við stígum ekki út í sama fljótið tvisvar“, (Heraklítos 500 árum fyrir Krist). > Þegar öllu er á botninn er kyrrstaða ekki til… allt tekur stöðugum breytingum.

5 5 Kynning námskeiðs Námsmat: 1.Einstaklingsverkefni skilað í lok febrúar (25%). Byggt verði á hugtökum og hugmyndum sem þá verður búið að ræða og fjalla um. 2.Hópverkefni um námsmat, munnleg skil, sjálfmat og jafningjamat (25%) 3.Skriflegt lokapróf í maí (50%). Einnig er gert ráð fyrir þátttöku allra í umræðu um vandamál til íhugunar

6 6 Kynning námskeiðs Áætlun: 1.Námskrárfræði, tilgangur og markmið, skipulag náms og kennslu, námskrár á Íslandi (U.þ.b. fimm vikur) 2.Námsmat, gerð prófa, mat á skólastarfi, samræmd próf, einkunnagjöf (U.þ.b. fjórar vikur) 3.Vettvangsnám og undirbúningur þess. Þriðji hluti (ca 3 vikur): 4.Samvinnuverkefni um námsmat og mat á skólastarfi. Fjórði hluti (ca 3 vikur): 5.Próf í maí sem vegur 50% af lokaeinkunn

7 7 Nýr skóli tekur til starfa: Að hveru þarf að huga? Hverju þarf að svara? Engin skólastefna til að starfa eftir... Engin aðalnámskrá... Engin gögn... Aðeins skólahús, Nemendur og aðstandendur þeirra Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, Kennarar og aðrir starfsmenn

8 8 Rökleg nálgun: Ralph W.Tyler Tyler: Við verðum að svara fjórum meginspurningum: 1. What are the purposes of the school? - Tilgangur og markmið: Til hvers á skólinn að vera? Við verðum líka að geta rökstutt hvers vegna það sem á að læra og kenna er mikilvægara en eitthvað annað. 2. What educational experiences are related to those purposes? - Hvaða viðfangsefni og námsaðstæður stuðla best að því að þessi tilgangur náist?

9 9 Ralph W.Tyler Fjórar meginspurningar frh.: 3. What are the organizational methods which will be used in relation to those purposes? – Hvaða kennsluhættir og kennsluaðferðir falla best að þessum tilgangi og viðfangsefnum? 4. How will those purposes be evaluated? – Mat á námi og kennslu: Hvernig hyggjumst við meta hvað lærðist af því sem átti að læra? Tyler, R. W. (1949) Basic principles of curriculum and instruction

10 10 Ralph W.Tyler Hvaða þekking og færni skipta mestu máli? (product) Hvað á að gera (process) og hvernig á starfið að þróast? Hvers konar reynslu viljum að nemendur gangi í gegnum (experiences)? Þrjár meginuppsprettur markmiða: Námsgreinin, eðli hennar og sérkenni Samfélagið, þarfir þess og sérkenni Nemandinn, þarfir hans, aðstæður, bakgrunnur, viðhorf, áhugamál...

11 11 Kerfi Tylers Nem- andinn Sam- félagið Náms- greinin Almenn markmið Uppeldis- heimspek i Sálarfræð i náms Nákvæm námsmarkmið

12 12 Hvað er námskrá – hvernig námskrár? Opinber skrifuð námskrá? Dulin námskrá? Núll-námskrá? Sverðkattanámskrá? Gátlistanámskrá? Curriculum > “currere” = keppnisbraut/haupabraut Má hugsa sér námskrár eins og skýrt, línulegt ferli sem nemendur fylgja í námi sínu?

13 13 Námsgreinamiðuð/kennaramiðuð námskrá (Subject/teacher-centered curriculum) Trú á að allir geti skilið og lært á sama hátt…þekkinguna megi öðlast kerfisbundið með skipulegri upplýsingamiðlun. Hefðbundin menntun með áherslu á námsgreinar Input Output Svarti kassinn

14 14 Nemendamiðuð námskrá (Student-centered curriculum) Trú á að einstaklingar og samfélög byggi upp „persónu- aðstæðubundna“ sýn á veruleikann sem sé háð túlkun, samhengi og merkingu. Taka verði tillit til aðstæðna og bakgrunns nemenda. Svarti kassinn

15 15 Skilgreining Marsh og Willis Námskrá: „…an interrelated set of plans and experiences that a student undertakes under the guidance of the school.“ Einhvers konar blanda af fyrirfram ákveðnum eða fyrirfram skrifuðum markmiðum/athöfnum (hefðb. skrifuð námskrá) og ófyrirséðum athöfnum sem eigi sér stað í ákveðnu samhengi og umhverfi (dulin námskrá).

16 16 Markmið, flokkun þeirra og mat á þeim Markmið > “Learning outcomes” > mat... Heppilegt að hafa einhvers konar flokkunarkerfi: Hvaða vitsmunalegir hæfileikar teljast mikilvægir? Hvaða verkleg færni og frammistaða skiptir máli? Hvers konar viðhorf, tilfinningalegir þættir o.s.frv. Skipta máli?

17 17 Flokkun Benjamins Blooms og fél... Stigbundið kerfi – Vitsmunasviðið (cognitive domain) Nýmyndun – skapandi hugsunMat – gagnrýnin hugsun Beiting Skilningur Þekking - minni Greining

18 18 Flokkun Blooms og fél. –...af vitsmunasviði - Þekking Skilgreinir, lýsir, þekkir, telur upp, tilgreinir, velur viðeigandi, tengir saman...Man nemandinn staðreyndir, upplýsingar, atburði, reglur o.s.frv? Dæmi: Hvenær ____? Hver var _____? Lýstu ____ Hvernig ____? Hvar ___? Settu fram regluna fyrir ____ Merktu við réttan svarmöguleika...

19 19 Flokkun Blooms og fél... Skilningur Skilur, skýrir, túlkar, umbreytir, spáir fyrir um, þýðir, dregur saman, áætlar, skilur merkingu... Dæmi: Skýrðu merkingu ____? Gefðu dæmi um _____ Útskýrðu þessa hugmynd með eigin orðum____ Útskýrðu muninn á _____ Dragðu saman ____

20 20 Flokkun Blooms og fél... Beiting Nýtir, notar, leysir, byggir á, sýnir fram á, undirbýr, tengir við..Hvernig gengur nemanda að beita þekkingu sinni? Dæmi: Beittu formúlunni á þetta vandamál ____ Kenndu öðrum þessa aðferð _____ Beittu þekkingu þinni á sambandi X og Y og búðu til lýsingu...____ Teiknaðu skýringarmynd af _____

21 21 Flokkun Blooms og fél... Greining Greinir, brýtur upp, ber saman, endurbyggir, aðgreinir, setur fram, ályktar, tengir saman, flokkar út frá einkennum....Getur nemandinn sundurgreint viðfangsefnin, greint einstaka hluta þess frá öðrum og frá heildinni? Dæmi: Greindu staðreyndir frá órökstuddum ályktunum ____ Greindu aðalatriði frá aukaatriðum ___ Flokkaðu eftir einkennum____ Hvað ályktanir má draga út frá ___

22 22 Flokkun Blooms og fél... Æðri hugsun: Nýmyndun-skapandi hugsun Setur í nýjan búning, nýtt samhengi, semur, skapar, hannar, endurskipuleggur, endurskoðar, skrifar (skáldar)...Hvernig gengur nemanda að nýta sér efnið til að skapa nýjungar, semja nýja umgjörð, koma með nýjar hugmyndir, endursemja...? Dæmi: Búðu til vef um efnið ____ Semdu sögu um ___ Semdu áhugaverða skýrslu um ___ Hvernig myndirðu búa til____? Komdu með tillögu að lausn ___ Hannaðu ___

23 23 Flokkun Blooms og fél... Æðri hugsun: Mat – gagnrýnin hugsun Leggur mat á, ályktar með rökum, gagnrýnir, færir rök fyrir, ver, réttlætir, styður...Er nemandinn fær um að dæma, taka afstöðu til, styðja með rökum, gagnrýna? Dæmi: Leggðu mat á niðurstöðu ____ Taktu afstöðu til ___ Mæltu með eða á móti____ Hvaða ályktun má draga af og af hverju ___? Berðu saman kosti (styrkleika) og galla (veikleika)____...og reyndu að finna öll rök með og/eða á móti

24 24 Prófatriði: Valkostir Valið stendur milli: Fjölvalsprófatriða (Selection-Type Items): krossaspurningar, rétt-rangt spurningar, pörunarspurningar og túlkunarverkefni. Og Innfyllingaratriða (Supply-Type Items): Stutt eyðufyllingasvör, stuttar ritgerðaspurningar, lengri ritgerðaverkefni.

25 25 Huga þarf að: Orðalagi svo prófatriðið greini örugglega milli þeirra sem kunna og þeirra sem ekki kunna og nemendur skilji fyrirmæli rétt. Fjölda prófatriða og lengd prófs: Þetta fer eftir aðstæðum, aldri nem., próftíma, tegundum prófatriða, til hvers á að nota niðurstöður. Hversu hás réttmætis er krafist? Hvernig prófatriðum er komið fyrir-raðað upp? Svipuð atriði saman. Erfiðari atriði síðast. Margs er að gæta við prófsamningu

26 26 Fjölval: Túlkunarverkefni (Interpretive exercises) Sett er fram einhvers konar kynningarefni, t.d. texti, tafla, graf, kort eða mynd og ýmis færni er metin út frá því með fjölvalsspurningu, t.d. greining, læsi á upplýsingar eða túlkun. Kostir/styrkleikar: Mat auðvelt, auðveldasta leiðin til að meta “læsi” og ýmsa hæfni til að tengja sbr. PISA. Hægt að meta flókin “learning outcomes” Ókostir/veikleikar: Erfitt að semja. Hætta á óáreiðanleika og lágu réttmæti, hætta á vísbendingum, reynir ekki á sköpun og gagnr. hugsun

27 27 Dæmi um túlkunarverkefni í PISA rannsókn OECD PISA 2002. http://www.pisa.oecd.org/dataoecd/43/54/33690904.pdf

28 28 Túlkunarverkefni Að hverju þarf að huga við samningu túlkunarverkefna: Velja kynningarefni sem hæfir þeim námsafrakstri (learning outcomes) sem á að meta. Velja kynningarefni sem er hæfilega framandi. Hafa efnið hnitmiðað og læsilegt. Ekki hafa spurningar þannig að hægt sé að svara þeim út frá almennri þekkingu, án þess að horfa á kynningarefnið. Fylgja má vinnureglum um fjölvalsverkefnaform.

29 29 Fjölval: krossaspurningar Langalgengasta gerðin af prófatriðum Má nota til að meta margvíslegan námsafrakstur (learning outcomes). Eru vönduð prófatriði ef rétt er staðið að samningu og eru jafnan trygging fyrir miklum stöðugleika (áreiðanleika). Veikleikar: Ekki ákjósanleg til að meta “higher-order thinking”. Erfitt að ná háu réttmæti með krossaspurningum einum saman. Erfitt að semja þær.

30 30 Eðli krossaspurninga Krossaspurning samanstendur af: Stofni (Stem) sem gefur til kynna meginefni spurningarinnar, eitthvert vandamál sem þarf að bregðast við. Getur verið bein spurning eða ókláruð fullyrðing. og Valmöguleikum með mögulegum lausnum á vandamálinu. Einn möguleikinn er réttur en hinir eru rangir svarmöguleikar eða villusvör (distractors).

31 31 Eðli krossaspurninga Sama krossaspurning getur innihaldið spurningu eða ófullkomna fullyrðingu í stofni. Það síðarnefnda er jafnan talið heppilegra. Stundum er látinn felast sannleiki í öllum svarmöguleikum, en krossa á við “besta svarið”. Reynir meira á skilning og rökhugsun. Svarmöguleikar ýmist þrír, fjórir eða fimm.

32 32 Að meta þekkingu/minni Hentar mjög vel krossaspurningaforminu Reynir mest á hvort nemendur muna staðreyndir, heiti, reglur o.s.frv. Getur spannað yfir mjög vítt svið: orðaforði, merking hugtaka, flokkun, sértæk þekking, orsakir, afleiðingar o.s.frv.

33 33 Dæmi um krossaspurningu sem metur þekkingu – reynir á minni Tveir menn komu mikið við sögu þegar kristni var lögtekin á Íslandi. Þeir voru: ( ) Haraldur lúfa og Þangbrandur ( ) Þorsteinn surtur og Þorgeir Ljósvetningagoði *( ) Hallur á Síðu og og Þorgeir Ljósvetningagoði ( ) Gissur hvíti og Gísli Súrsson

34 34 Að meta skilning Krossaspurning: Hentar vel til að fá hugmyndir um hversu vel nemandi skilur meginefnið án þess að láta hann beita skilningi sínum í rituðu máli. Gefur möguleika á að meta merkingu (þýðingu), hvort nem. finnur dæmi um eða spáir fyrir um.

35 35 Dæmi um krossaspurningu sem metur skilning Nemandi túlkar merkingu hugmyndar. Sú fullyrðing að Íslendingar geti orðið sjálfum sér nógir um orku í framtíðinni merkir að hér á landi: ( ) sé nóg af olíu næstu hundrað árin *( ) sé næg óbeisluð orka í íslenskri náttúru ( ) sé mikið af ónýttri vatnsorku til stóriðju ( ) verði alltaf hægt að afla orkuríkrar fæðu

36 36 Að meta beitingu Slík prófatriði meta skilning en krefjast þess jafnframt að nemendur sýni hvort þeir geti nýtt sér upplýsingar við ákveðnar aðstæður, beitt þeim. Mikilvægt er við gerð krossaspurninga sem meta skilning og beitingu að nemendur hafi ekki lært atriðin áður. Þá er verið að prófa þekkingu (minni), ekki skilning eða beitingu.

37 37 Dæmi um krossaspurningu sem metur beitingu Nemandi beitir þekkingu sinni til að lesa rétt af korti Íslandskort í mælikvarðanum 1:5000 000 (1 cm á kortinu jafngildir 50 km) Hver er fjarlægðin milli Borgarness og Blönduóss skv. kortinu? ( ) 70 km *( ) 170 km ( ) 270 km ( ) 370 km

38 38 Hvers þarf að gæta við samningu krossaspurninga? Byggt á N. Gronlund 2003 (6 glærur) -1 Spurningin (prófverkefnið) meti fyrirfram skilgreindan námsafrakstur (learning outcome). Hefur með réttmæti að gera. Orða þarf stofninn í krossaspurningu það skýrt að meginefni hennar skiljist án þess að þurfa að lesa svarmöguleikana. Hefur með áreiðanleika að gera. Mikilvægt að hafa hnitmiðað og skýrt orðalag í stofni krossaspurningar til að forðast margræðni (ambiguity). Hefur með áreiðanleika að gera.

39 39 Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta... -2 Ekki endurtaka sömu orð og orðasambönd í svarmöguleikum, heldur setja það í eitt skipti fyrir öll í stofninn sem á við allt. Jákvætt orðalag í stofni fremur en neikvætt hefur hærra uppeldis- og menntunargildi og er því jafnan ákjósanlegra. Ef nota þarf neitanir í stofni þarf að undirstrika þær eða setja í hástafi svo þær sjáist örugglega. Ekki má orka tvímælis hvert er rétta svarið.

40 40 Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta...-3 Gæta þarf að því að allir svarmöguleikar séu í jöfnu samræmi við stofninn, ekki bara rétta (réttasta) svarið. Ekki mega leynast vísbendingar í spurningaforminu. Forðast ber orðalag sem hjálpar nemendum að velja rétta svarið eða hafna röngu svari. Æskilegt að gera villusvör (distracters) freistandi svarmöguleika. Hafa breytilega lengd á réttu svörunum til að forðast vísbendingar.

41 41 Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta...-4 Forðast ber að nota möguleikann “allt ofanritað er rétt” og möguleikinn “Ekkert af þessu er rétt” er varasamur. Hafa breytilega staðsetningu á rétta möguleikanum. Nota handahófskennda aðferð. Stýra má erfiðleika spurningar hvort sem er með efni stofnsins eða svarmöguleikum.

42 42 Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta... - 5 Gæta að því að prófatriði standi sjálfstæð, innihaldi ekki upplýsingar sem nýtast í öðrum prófatriðum o.s.frv. Forðast ber að nota möguleikann “allt ofanritað er rétt” og möguleikinn “Ekkert af þessu er rétt” er varasamur. Framsetning prófatriða skiptir máli. Valmöguleikar séu í dálki. Skýrara fyrir nemendur, auðveldar yfirferð.

43 43 Krossaspurningar: Hvers þarf að gæta... -6 Gætt sé að stafsetningu og greinarmerkjasetningu. Hafa hugfast að krossaspurningar einar og sér duga ekki til að meta allt sem skiptir máli. Það er því ólíklegt að þær tryggi hátt réttmæti, þótt áreiðanleiki (stöðugleiki) sé góður. BRJÓTA MÁ ALLAR FRAMANGREINDAR REGLUR SÉ ÞESS ÞÖRF! N. Gronlund 2003

44 44 Fjölval: Annað en krossaspurningar Ef aðeins er um að ræða tvo svarmöguleika er heppilegra að nota rétt-rangt (True-False) spurningu. Ef um er að ræða marga sambærilega þætti getur verið betra að nota pörunarspurningar (Matching exercise). Ef verið er að meta greiningu, túlkun eða aðra flóknari þætti náms getur verið heppilegra að velja túlkunarverkefni (Interpretive exercise).

45 45 Rétt-rangt (S/Ó) verkefni Mismunandi útfærslur til: Já/nei, sammála/ósammála, satt/ósatt eða jafnvel staðreynd/skoðun. Stundum er um að ræða safn af skyldum S/Ó spurningum í sama prófverkefni. Hvað af eftirfarandi... Heppilegt að nota S/Ó spurningar og biðja nemendur svo að rökstyðja svarið

46 46 Dæmi um Rétt-rangt (S/Ó) verkefni Hver eftirfarandi hugtaka eru notuð yfir myndir orku (orkuform)? Settu hring utan um S ef orðið er notað yfir myndir orku (orkuform),settu annars hring um Ó. S Ó Stöðuorka S Ó Ljósorka S Ó Hraðaorka S Ó Hreyfiorka S Ó Fæðuorka

47 47 Rétt-rangt (S/Ó) verkefni Atriði til að hafa í huga við samningu S/Ó spurninga: Mikilvægt að hafa fullyrðingar hnitmiðaðar með einungis einni meginhugmynd. Orðalag skýrt og án vafaatriða. Ekki nota óljóst orðalag Nota neitanir sparlega, einnig tvöfaldar neitanir. Prófar fremur lesskilning heldur en það sem átti að meta. Ekki spyrja um sanngildi skoðana nema þær tengist ákveðnum heimildum, einstaklingum o.s.frv.

48 48 Rétt-rangt (S/Ó) verkefni Atriði til að hafa í huga við samningu S/Ó spurninga: Ef um er að ræða mat á sambandi orsakar og afleiðingar, þá þurfa fullyrðingarnar að vera sannar. Varast að nota óþarfa vísbendingar, t.d. “alltaf”, “aldrei”, “aðeins”, “oftast” eða “stundum”.

49 49 Pörunarverkefni Í raun afbrigði af krossaspurningaforminu. Heppilegt er að skipta yfir í pörunarspurningar þegar sömu valmöguleikar eru síendurteknir í nokkrum krossaspurningum. Ath. styrkleika og veikleika pörunarspurninga

50 50 Pörunarverkefni Að hverju þarf að huga við samningu pörunarverkefna: Hafa prófatriðin einsleit, t.d. öll um vísindamenn og uppgötvanir þeirra. Hafa möguleikana ekki of marga, innan við 10. Hafa fjölda atriða í vinstri (forsendur) og hægri dálki (svör) ekki þann sama. Gefa má kost á fleiri en einni tengingu við sama svarmöguleika.

51 51 Dæmi um pörunarspurningu Í dálki I eru fullyrðingar um persónur sem komu við sögu við kristnitökuna á Íslandi. Í dálki II er nöfn nokkurra persóna sem þá komu við sögu. Dálkur I Árni Magnússon __ Hallur á Síðu __ Hjalti Skeggjason __ Snorri Sturluson ___ Þangbrandur __ Þorgeir Ljósvetningagoði __ Dálkur II A Lagðist undir feld til að hugsa B Lögsögumaður kristinna C Kristniboði Noregskonungs D Var heiðinn Lögsögumaður E Var skírður af Þangbrandi

52 52 Pörunarverkefni Að hverju þarf að huga við samningu pörunarverkefna: Æskilegt að hafa svörin í stafrófs- eða númeraröð. Tilgreina þarf í fyrirmælum hvað gildir, t.d. að nota megi sama svarmöguleika oftar en einu sinni. Láta pörunarverkefni ekki skiptast milli blaðsíðna í prófi.

53 53 Innfyllingaratriði (Supply type): Stutt svör Meta vel hvort nemendur muna og/eða skilja. Algengasta formið að nemendur fylli í eyður eða ljúki við fyllyrðingar. Reynir aðeins meira (öðru vísi) á vitsmunalega hæfileika nemenda en fjölvalsspurningaformið

54 54 Innfyllingaratriði (Supply type): Ritgerðir Gefa nemendum töluverðan sveigjanleika í að sýna þekkingu sína, skilning, ritfærni o.s.frv. Bjóða upp á skapandi og gagnrýna (higher order) hugsun. Hér skiptir miklu að hafa á hreinu hvaða “learning outcomes” er verið að meta og setja svo viðmið í mati miðað við það. Fer alveg eftir samhengi hversu skýr og nákvæm viðmið eru viðhöfð við mat. Öllu jöfnu minni áreiðanleiki en í fjölvalsspurningum

55 55 Innfyllingaratriði (Supply type): Sveigjanleg, skapandi ritun Val prófatriða er algerlega háð tilgangi, því hvað átti að meta og hversu mikils áreiðanleika er krafist. Tilgangur með skapandi ritunarverkefnum jafnt eins og öðrum skapandi og opnum (open-ended) verkefnum getur þess vegna verið að örva, hvetja og styðja við nám, en síður til að “mæla” árangur! Fjölvalsformið hentar við mælingar, en sveigjanleg og skapandi ritun e.t.v. frekar til að örva og styðja við nám.


Download ppt "1 Kennaraháskóli Íslands Námskrárfræði og námsmat - 21.01.42 Meyvant Þórólfsson 15. janúar 2008."

Similar presentations


Ads by Google