Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Bekkjasamvinna í blíðu og stríðu Ein kennslustund á viku allan veturinn Samvinnuverkefni í 9. og 10. bekk Grunnskólinn á Eskifirði 2006 - 2007 Umsjón með verkefninu: Friðrik – Guðmann – Jón Svanur
2
Tilgangur Unnið var út frá þeim markmiðum að... auka samvinnu meðal nemenda virkja sköpunargáfu og gleði þjálfa tillitssemi og umburðarlyndi takast á við mismunandi verkefni og leysa þau hvetja alla til þátttöku Myndum samkennd milli nemenda í 9. og 10. bekk
3
Framkvæmd 1. Skil á síðasta verkefni – metið samtímis 2. Kynning á næsta verkefni – innlögn 3. Skipting í hópa – mismunandi leiðir 4. Vinna við verkefnið Innlögn og afrakstur, ein kennslustund á viku. Undirbúningur og vinna í viku, milli tíma.
4
Skil á verkefni vikunnar Dæmi um vinnu og skil... Á heimili fólks, á dvalarheimilinu, á lögreglustöðinni, í kennslustundum yngri bekkja, við verslanir o,fl. Einstaklingar eða hópar unnu oftast í eina viku að því verkefni sem fyrir var lagt. Í byrjun næstu samveru var svo afrakstrinum skilað á því formi sem hentaði hverju sinni. Sum verkefna voru unnin og þeim skilað á þeim vettvangi sem átti við hverju sinni. Verkefnin voru metin samtímis skilum.
5
Innlögn og kynning verkefnis 1.Nemendur voru hvattir til að gera sér vinnuáætlun 2.Verkaskipting væri ljós milli einstaklinga í hópnum 3.Mikilvægt að setja sér ákveðnar stundir til vinnu 4.Allir legðu sitt af mörkum fyrir verkefnið Innlögn fór fram eftir að skilum var lokið. Nemendur fengu leiðarvísi næsta verkefnis og gátu nýtt lok tímans í að ræða og skipuleggja vinnu sína. Kennararnir gengu á milli og útskýrðu það sem óljóst var og hvöttu til samvinnu og virkni hvers og eins við verkefnavinnuna.
6
Hópaskipting - leiðir 1. Einstaklingshópur ;) 2. Vinahópar 3. Dregið í hópa 4. Kynjaskiptir hópar 5. Bekkjaskiptir hópar 6. Tveir saman 7. Litlir hópar og stórir hópar 8. Sjálfvaldir hópar Notuð voru margvísleg hópalíkön.
7
Vinna við verkefnið Í þó nokkrum tilvikum fór vinnan fram í hádeginu fyrir tímann – ástæða – erfitt að ná hópnum saman utan skólatíma. Þess vegna var afrakstur hópanna mjög mismunandi. Nemendur höfðu oftast viku til að vinna að verkefninu. Það var gert, í flestum tilvikum, utan skólans en kennarar voru ætíð til staðar á skólatíma ef á þurfti að halda. Innan hvers hóps voru virkir, en einnig litið virkir einstaklingar. Misjafnt þó eftir hópum.
8
Tegundir verkefna 1. “Batnandi manni er best að lifa” (4 af 7 valin) 2. Unglingar á Eskifirði ( Fjölbreytt myndbandsatriði) 3. Frumsamið leikrit (Gaman – Spenna – Drama) 4. Viðtalsverkefni (A4 – Viðtal við bæjarbúa + mynd) 5. Kennsla og leikir (Unnið með nemum 1. – 4. bekkjar) 6. “Að eigin vali” (Mismunandi atriði t.d. söngur - leikrit) 7. Örskemmtun (5 mínútna sköpun – mikið að gera) 8. Myndsköpun (Einstaklingsverkefni - sýning) Fjölbreytni skyldi vera aðall verkefnanna Hér verður minnst á nokkur þeirra...
9
Mat á verkefnum Verkefnin voru metin á mismunandi hátt. Bein endurgjöf kennara og nemenda við skil Sjálfsmat og jafningjamat – skriflegt Mat kennara á vinnubrögðum og skilum Mat umsjónarkennara í 1. - 4. bekk Dagbókarfærslur – sjálfsmat Rökstudd endurgjöf og ábendingar Viðurkenningar Við lok hvorrar annar fengu nemendur einstaklingsmat í formi einkunnar, byggt á ofantöldum atriðum.
10
Helstu kostir... Við teljum helstu kosti þessa námsþáttar vera... Nýbreytni á elsta stiginu Þjappar hópnum betur saman Mismunandi viðfangsefni (Fjölgreindirnar) Þjálfun í ábyrgð, tillitssemi og umburðarlyndi Aukið þor í vinnu við misjafnar aðstæður Allir takast á við verkefnin (Persónulegir sigrar) Margvísleg verk reyna á mismunandi færni Sjálfsgagnrýni - sjálfsmat Hver og einn hefur hlutverk innan hópsins!
11
Helstu gallar... Við teljum helstu galla þessa námsþáttar vera... Ein kennslustund – of lítið Erfitt að halda utan um virkni nema í hópum Undirbúningur og verkefnavinna stundum lítil Metnaðar til góðra verka mismikill Mörgum fannst hópvinna án vinanna erfið Sterkir einstaklingar kvörtuðu undan hópvinnu Sumir reyndu oft að sleppa ódýrt frá vinnunni Það þarf að finna ráð til að komast fyrir gallana
12
Vel þess virði að halda áfram þessu starfi og fínpússa vankanta. Ávinningurinn er meiri en gallarnir.
Similar presentations
© 2024 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.