Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Þau sem unnu að rannsókninni Allyson Macdonald prófessor við KHÍ og verkefnisstjóri NámUST Auður B. Kristinsdóttir kennsluráðgjafi Hildur B. Svavarsdóttir.

Similar presentations


Presentation on theme: "Þau sem unnu að rannsókninni Allyson Macdonald prófessor við KHÍ og verkefnisstjóri NámUST Auður B. Kristinsdóttir kennsluráðgjafi Hildur B. Svavarsdóttir."— Presentation transcript:

1 Þau sem unnu að rannsókninni Allyson Macdonald prófessor við KHÍ og verkefnisstjóri NámUST Auður B. Kristinsdóttir kennsluráðgjafi Hildur B. Svavarsdóttir félagsfræðingur Sigurjón Mýrdal dósent við KHÍ Sólveig Friðriksdóttir kennari og framhaldsnemi við KHÍ Torfi Hjartarson lektor við KHÍ Þorsteinn Hjartarson skólastjóri og meistaranemi við KHÍ Þuríður Jóhannsdóttir sérfræðingur við KHÍ Nokkur lykilatriði varðandi árangursríka nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni í grunnskólum Stefna – framkvæmd Viðhorf skólastjóra og tölvuumsjónarmanna til stefnu menntamálaráðuneytis um nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi er jákvætt. Útfærsla virðist stundum tilviljanakennd og hver skóli þurfa að þreifa sig áfram um framkvæmd námskrár hvað snertir nám og kennslu. Í einu sveitarfélagi hefur verið fylgt vel grundaðri stefnu úti í skólunum og hún útfærð með samræmdri framkvæmd. Aðgengi – tími Viðmiðunarstundaskrá gerir ráð fyrir að nemendur fái ekki minna en einn tíma með tölvum á viku. Sá tími er yfirleitt nýttur til að kenna færni á tölvurnar. Tölvur eru almennt fáar í skólunum og gjarnan fullbókaðar í færnikennslu. Almennir kennarar og faggreinakennarar komast sjaldan að. Nokkrir skólar hafa aukið tölvukost í því skyni að tryggja einhvern aðgang að búnaði til almennrar kennslu þvert á greinar. Í litlum skólum þar sem greitt aðgengi er að tölvum eru þær meira notaðar sem tæki til náms í öllum greinum. Nokkrir skólar hafa fengið öllum kennurum fartölvur til afnota og það virðist auka tölvu- notkun þeirra í ýmsu samhengi. Sum skólasöfn eru með tölvur til afnota fyrir nemendur og við stöku skóla er vísir að gagnasmiðju með sérhæfðum búnaði, t.d. til myndvinnslu. Skjávarpar voru almennt fáir ef nokkrir til. Stuðningur Stuðningur vegna upplýsinga- og samskiptatækni kallar á ný störf og nýja starfshætti í skólunum. Notkun tækninnar í skólastarfi kallar á tölvuverða þjónustu og skólar eru enn að þreifa sig áfram um hvernig henni verði best fyrir komið. Kennarar þurfa að eiga greiðan aðgang að tæknibúnaði, geta gengið að kennsluforritum vísum og flokkuðum eftir viðfangsefnum og aldri nemenda, eiga kost á skriflegum leiðbeiningum um ýmis efni og geta skoðað lýsingar á vel heppnaðri kennslu eða nemendaverkum. Efla þarf þátt upplýsingatækni í starfi skólasafna og frumkvæði safnanna á þessu sviði, gjarnan í samvinnu við upplýsingatæknikennara. Spyrja má hvort ekki eigi að taka til fyrirmyndar þá tilhögun að hafa kennsluráðgjafa við sem flesta skóla og stuðla að skipulegu samstarfi þeirra á milli. Upplýsinga- og samskiptatækni í starfi grunnskóla http://namust.khi.is Samvinna Þar sem almennir kennarar vinna saman og hjálpast að virðist auðveldara að koma við nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni til náms og kennslu. Samvinna tölvukennnara og skólasafnskennara ýtir undir að upplýsinga- og samskiptatækni sé fléttað inn í almenna kennslu. Samvinna tölvukennara og almennra kennara ýtir undir að upplýsinga- og samskiptatækni sé fléttað inn í almenna kennslu. Samvinna ráðgjafa við skóla í sama sveitarfélagi að stefnu og framkvæmd áætlunar um upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu virðist stuðla að aukinni nýtingu á möguleikum sem tæknin veitir. Sveigjanleiki Þar sem kennsluhættir eru sveigjanlegir virðist auðveldast að koma við nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfinu. Þar sem húsnæði er rúmt og hægt að nota það á sveigjanlegan hátt auðveldar það fjölbreytta nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni. Þar sem stundaskrá er sveigjanleg og hægt að brjóta upp hefðbundna skiptingu tíma fyrir námsgreinar er auðveldara að nýta upplýsinga- og samskiptatækni. Nokkrir skólar eru með fartölvuvagn eða vagna til að nota í almennri kennslu og það eykur sveigjanleika í nýtingu. Upplýsingar og samskipti Við flesta skóla eru starfræktir vefir sem veita upplýsingar um skólastarfið og margir þeirra eru fréttamiðlar sem eru uppfærðir reglulega. Við marga skóla eru birtar myndir úr skólalífinu og teflt fram nemendaverkefnum á vef skólans. Tölvusamskipti kennara við foreldra fara vaxandi og eru í skipulegum farvegi við suma skóla. Víðast eru notuð stafræn skráningarkerfi, mest Stundvísi, til að halda utan um nemendaskrán- ingu og veita foreldrum tilteknar upplýsingar um börn sín. Aukin upplýsingagjöf og samskipti við heimilin með aðstoð upplýsinga- og samskiptatækni kalla á ný störf í skólunum. Allyson Macdonald Torfi Hjartarson Þuríður Jóhannsdóttir KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS


Download ppt "Þau sem unnu að rannsókninni Allyson Macdonald prófessor við KHÍ og verkefnisstjóri NámUST Auður B. Kristinsdóttir kennsluráðgjafi Hildur B. Svavarsdóttir."

Similar presentations


Ads by Google