Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Að bæta umræður í lífsleikni... Starfendarannsókn í Menntaskólanum við Sund
2
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Í meginmarkmiðum Aðalnámskrár framhaldsskóla er m.a. gert ráð fyrir að lífsleiknin efli: sjálfstæða hugsun, siðvit, borgaravitund og tjáningu. Umræða meðal nemenda hlýtur að vera nauðsynleg kennsluaðferð til að ná þessu fram.
3
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Erfiðleikar í umræðutímum: Stórir hópar – fáir komast að. Sömu einstaklingarnir einangra umræðuna. Margir tala í einu. Umræðutímar ekki hvetjandi fyrir alla. Markmiðin ekki ljós fyrir nemendum. Mat á frammistöðu erfitt í framkvæmd.
4
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Starfendarannsóknin: Hvað get ég gert til að bæta umræðutímana? Markmið: –Að allir nemendur tjái sig. –Nemendur flytji góð rök fyrir máli sínu. –Nemendur hlusti á aðra. –Nemendur sýni hver öðrum kurteisi og virðingu. –Bæta mat á frammistöðu í umræðu. Hvað gat ég gert??
5
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Sókratísk umræðuaðferð. –Opnar spurningar lykilatriði. Matsblöð (rubrics) –Mat á hópi. –Einstaklingsmat. –Jafningjamat.
6
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn 1. Stig Umræður í hópum (10-20mín) Bekknum eða hópnum er skipt í 4-5 manna hópa. Texti, myndir, myndband eða spurningar geta verið kveikja að umræðum. Hver hópur ræðir málið í 10-20 mínútur út frá kveikjunni.
7
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn 2. stig Panel (20 mín) Einn hópur er valinn eða gefur sig fram til að sitja í panel og stjórna umræðum. Einn meðlimur panelhópsins stjórnar umræðum, kennari getur gefið honum spurningar til að leggja af stað með, annars er panelhópur hvattur til að búa til spurningar fyrir umræðuna, einnig mega þátttakendur koma með spurningar í umræðuna. Hver hinna í panelhópnum fylgist gaumgæfilega með einum hópnum í umræðunni og metur hann síðan skv. gefnu matsblaði.
8
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn 3. stig Skil á mati – umræður. –Í lokin er jafningjamat á hæfni einstaklinga í hópavinnu skv. matsblaði. Matsmenn í panelhópnum gera grein fyrir mati sínu og færa rök fyrir því.matsblaði
9
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Nokkur orð frá nemendum – hvað fannst þér um tímann? Mér fannst hann mjög skemmtilegur, það komu fram margir góðir punktar og maður gat þarna svarað fyrir sig og sagt það sem manni fannst rétt. Gaman. Gaman að sjá og vita hvað öðrum finnst um umræðurnar í gangi. Mér fannst klikkað gaman í þessum tíma maður lærir alveg heilmikið um samnemendur og lærir að tjá sínar eigin skoðanir. Mér finnst það bara ágætt að gera eitthvað annað en hlusta á fyrirlestra. Mjög gaman og öðruvísi. Verður að vera fjölbreytt inn á milli. Gaman að vinna í hópum og segja sitt álit.
10
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Hvað hefur starfendarannsóknin gert fyrir mig? –Tækifæri til umræðu –Aukið sjálfstraust –Betri kennari!!!
Similar presentations
© 2024 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.