Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

FIF Varúðarleiðin við stjórn fiskveiða frá sjónarhóli fiskveiðráðgjafar Fyrirlestur #12 Haustönn 2006 Einar Hjörleifsson.

Similar presentations


Presentation on theme: "FIF Varúðarleiðin við stjórn fiskveiða frá sjónarhóli fiskveiðráðgjafar Fyrirlestur #12 Haustönn 2006 Einar Hjörleifsson."— Presentation transcript:

1 FIF Varúðarleiðin við stjórn fiskveiða frá sjónarhóli fiskveiðráðgjafar Fyrirlestur #12 Haustönn 2006 Einar Hjörleifsson

2 © einar 2 Efnistök Stjórn fiskveiða Alþjóðayfirlýsingar og samþykktir Skilgreiningar á viðmiðunarmörkum Dæmi um notkun Aflareglur (Ftarget)

3 FIF Stjórn fiskveiða

4 © einar 4 Stjórn fiskveiða - I Oft er markmið með að þróun og keyrslu á líkönum að spyrja “hvað ef” spurninga. Hver eru árhif aflamarks (quotas: einstaklingsbundin / allra eign)?; sóknarmarks (fjöldi daga, fjöldi skipa, stærð skipa)?; skyndilokun svæðis / svæðalokun?; veiðarfæratakmarkanir (fjöldi á gildrum, netum)?; lágmarks- / hámarksmöskvastærð?;..............

5 © einar 5 Stjórn fiskveiða - II Ekki er endilega alltaf verið að spyrja um hagkvæmustu niðurstöðuna. Hugsanlega viljum við finna stjórnunaraðgerðir sem eru ekki viðkvæmar fyrir: Skekkju í stofnmati. Óvissu tengt líkaninu sem notað er. Óvissu tengt framkvæmd við stjórn veiða (brottkast,.) Umhverfisáhrif og (hugsanlega) óþekkt áhrif vegna langtímabreytinga á umhverfi og stofna. Ef við þekkjum rétta líkanið þá er hægt að skilgreina “bestu veiðireglu”, en ef henni er beitt á vitlaust líkan þá getur hún reynst slæm.

6 © einar 6 Stjórn fiskveiða -III (markmið & aðferðir) Stjórnvaldsaðgerðir eru byggðar á því að velja aðferðir (kvóti, sóknardagar, lágmarksstærð, svæðalokanir) til þess að ná fram ákveðnum markmiðum. Afleiðsla - ef markmið fiskveiðistjórnunar eru óskilgreind á þá getum við ekki með neinum skynsömum hætti borið saman mismunandi aðferðir við stjórnun! Vandamál: Þeir sem taka ákvaranir hafa oft ekki komið sér saman um markmið (eða vilja ekki gefa þær uppi opinberlega).

7 © einar 7 Stjórn fiskveiða-IV (markmið & aðferðir) Gera verður skýran greinamun á: almennum markmiðum “að vernda stofninn” “sjálfbær nýting” verklegum markmiðum (framkvæmd/aðferðum) “Líkindi á að stofninn fari undir 100 þúsund tonn ætti ekki að vera meiri en 5% á 20 ára tímabili” Margir stjórnendur rugla saman verklegum markmiðum (hvað á að gera næsta ár) við almenn markmið (af hverju erum við að gera það sem við erum að gera næsta ár)

8 © einar 8 Almenn markmið fiskveiðistjórnunar Almenn markmið er hægt að skilgreina/ finna í: Alþjólegum samþykktum. Lögum. Dómsúrskurðum.

9 FIF Alþjóðayfirlýsingar og samþykktir

10 © einar 10 Alþjóðayfirlýsingar og samþykktir Rio yfirlýsingin - 1992 Rio declaration Siðareglur um FAO ábyrga fiskveiði- stjórnun - 1995 FAO code of conduct for responsible fisheries Úthafsveiðisáttmáli SÞ - 1997(?) UN Conservation and management of straddling fish stocks and highly migratory fish stocks Jóhannesarborgaryfirlýsing SÞ 2002

11 © einar 11 Ríó yfirlýsingin 1992 varúðarleiðinni skal beita almennt.... ef hætta er á óafturkræfum breytingum … skal skortur á upplýsingum ekki vera ástæða frestunar Principle 15 In order to protect the environment, the precautionary approach shall be widely applied by States according to their capabilities. Where there are threats of serious or irreversible damage, lack of full scientific certainty shall not be used as a reason for postponing cost-effective measures to prevent environmental degradation.

12 © einar 12 Siðareglur FAO 1995 7.5 Varúðarnálgun... beita varúðarnálgun í ríkum mæli við verndun, stjórnun og nýtingu.... Skortur á fullnægjandi vísindalegum upplýsingum skal ekki beitt sem rökum til að fresta eða láta hjá líða að gera verndunar- eða stjórnunarráðstafanir [7.5.1] Við framkvæmd varúðarnálgunar ætti að hafa í huga óvissu varðandi stærð stofns, afrakstursgetu, viðmiðunarmörk... [7.5.2].. ákveða: sóknar- og takmarkaviðmiðunarmörk... og á sama tíma hvaða aðgerða skuli gripið til ef farið er fram úr þeim. [7.5.3]

13 © einar 13 Úthafsveiðisáttmáli SÞ 1997 Skilgreina ber takmarkandi viðmiðunar- mörk (hættumörk) á grundvelli vísindalegra upplýsinga: fiskveiðidauði (Flim) stofnstærð (Blim) Veiðistjórnun tryggja að hættan á að farið sé fram úr takmarka- viðmiðunarmörkum sé mjög lítil taka ber tillit til óvissu sýna meiri varúð þegar upplýsingar eru óvissar, óáræðanlegar eða ónógar

14 © einar 14 Jóhannesarborgaryfirlýsingin 2002 Stefna ber að því að villtir stofnar verði komin upp fyrir hættumörkum eigi síðar en árið 2015. Fyrsta skipti sem að ákveðinn tímamörk eru settar í alþjóðasamþykkt.

15 © einar 15 Reglurnar eru almenns eðlis... Alþjóðasáttmálar og reglur taka ekki eingöngu til skilgreininga á viðmiðunarmörkum. Þannig segir t.d. í Siðareglum FAO: Fyrirfinnist veiðarfæri eða aðferðir sem eru raunverulega kjörhæf og hættulaus frá umhverfissjónarmiði ætti að láta nota þau öðru fremur þegar ráðstafanir eru gerðar til verndunar stofna og stjórnar fiskveiða. [6.5] Öll mikilvæg búsvæði fisks... eins og t.d. uppeldis- og hrygningarstöðvar, ætti að varðveita og koma aftur í gott horf eins og hægt er... Sérsök áhersla ætti að vera á að verja slík búsvæði gegn eyðileggingu, hnignun, mengun og öðrum veigamiklum áhrifum... sem ógnar heilbrigði og lífvænleika nytjastofna. [6.8] Ríki ættu með viðeigandi reglum að greiða fyrir samráði og virkri þátttöku fiskiðnaðarins, fiskverkafólks, umhverfissamtaka og annarra áhugasamtaka þegar ákvarðanir eru teknar.... [6.13]

16 © einar 16 Um hlutverk stjórnenda Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur gert tillögu að varúðarmörkum í mörgum stofnum (sjá síðar). Skilgreining á varúðarmörkum er á endanum á hendi og á ábyrgð stjórnenda ákvörðun um hvar mörkin eru sett m.t.t. fjarlægðar frá hættumörkum er háð nákvæmni í stofnmati þeirri áhættu sem ásættanleg er áhættan er háð pólitískum, félagslegum og efnahagslegum forsendum

17 © einar 17 Alþjóðasáttmálar: Niðurlag I Óvissa í stofnstærðarmati er grund- vallarréttlætingin á varúðarleiðinni. Varúðarleiðin er í eðli sínu ekki verkfæri í stofnstærðarmati heldur leið fiskveiði- stjórnenda til að taka ákvörðun í ljósi óvissu í stofnstærðamati.

18 © einar 18 Alþjóðasáttmálar: Niðurlag II Skilgreining á hættumörkum (limit reference points) skal, ef þess er nokkur kostur, vera byggt á vísindalegri nálgun. Skilgreining á varúðarmörkum (precautionary reference points) er háð þeirri áhættu sem stjórnendur vilja taka. Sú áhætta er hinsvegar oft ekki skilgreind, þ.e. stjórnvöld hafa ekki komið fram með skilgreiningu á verklegum markmiðum. Á eftir verður gerð grein fyrir frumkvæði ICES

19 © einar 19 Almenn markmið - hvalveiðar Alþjóðahvalveiðiráðið hefur sett sér eftirfarandi markmið um hvalveiðar: Ásættanleg áhættustig þannig að stofn fari ekki (með ákveðnum líkindum) niður fyrir einhverja skilgreinda stærð (t.d. hlutfall af metinni eða sögulegri hámarksstofnstærð), þannig að áhættan (líkindin) á útrýmingu aukist ekki mikið með veiðum. Ná fram hámarkslangtíma afrakstri úr stofninum Stöðuleiki í veiðum milli ára Fyrsta markmiði var sett sem aðalmarkmið en var útfært nánar tölulega. Illa skilgreind markmið hafa leitt til endalausrar óeiningar innan Alþjóðahvalveiðiráðsins

20 © einar 20 Almenn markmið - Ástralía Að kerfið sé skilvirkt og hagvæmt. Að tryggja að veiðar og aðrir þættir sem geta haft áhrif á auðlindir sjávar séu í samræmi við vistfræðilega sjálfbæra þróun og samkvæmt varúðarnálgun. Að veiðistjórnun leið til hámarks efnahagslegs afraksturs. Að stjórnkerfið tryggi ábyrgð útgerðar og fiskvinnslu gagnvart eigendum auðlindarinnar. Að kerfið standi undir kostnaðir vegna rannsókna og eftirlits.

21 © einar 21 Verkleg vs. almenn markmið Verkleg markmið lýsa almennum markmiðum með tölulegum hætti: Varðveita fjölbreytileikann Að setja upp friðunarsvæði með þeim hætti að a.m.k. 80% af öllum tegundum í vistkerfinu séu innan þeirra svæða. Varðveita tegundir í útrýmingarhættu Dæmi: Að það séu 75% líkur á að alla tegundir sem nú eru í útrýmingarhættu verði það ekki innan næstu 50 ára. Varðveita vistfræðilega fúnksjón Hver veit hvað þetta þýðir í framkvæmd??

22 © einar 22 Áhættugreiningar Við getum stundum metið áhrif ákveðinna stjórnvalds- aðgerða beint, t.d. með því að skoða áhrif mismunandi veiðidauða á afrakstur á nýliða. Oftar en ekki berum við saman mismunandi stjórnunar- möguleika með því að nota áhættugreiningu. Til þess að það sé hægt þarf að liggja fyrir: Almenn markmið. Verkleg markmið. Búa til hermilíkan af því kerfi sem á að stjórna (að meðtalinni óvissu) Nota hermilíkanið til að meta áhrifin af mismunandi möguleikum. Taka saman helstu niðurstöður og kynna þær stjórnvöldum, sem væntanlega taka síðan ákvarðanir um hvaða kerfi skuli framfylgja.

23 © einar 23 Framkvæmd áhættugreiningar Skilgreina stöðu kerfisins á fyrsta ári framreikninganna Reikna aflamark miðað við núverandi stöðu. Framreikna um eitt ár (hér gæti verið framkvæmdarleg óvissa sem þyrfti að taka tillit til) Endurtaka skref tvö til þrjú inn í framtíðina Endurtaka skref eitt til fjögur mörgum sinnum.

24 FIF Skilgreiningar ICES á viðmiðunarmörkum (Frá orðum til athafna)

25 © einar 25 Skilgreiningar ICES á hættumörkum Í úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að skilgreina ber viðmiðunarmörk. ICES hefur tekið upp eftirfarandi skilgreiningu á hættumörkum: Blim Hrygningastofnstærð sem gefur af sér aukin líkindi á slakri nýliðun eða viðbrögð stofnsins eru óþekkt undir þessari stærð. Veiðstjórnun ætti að miða af því að líkindi á að stofnstærð stefni í Blim séu litlar. Flim Fiskveiðidauði sem að ætti að forðast með háum líkindum þar sem slík sókn leiða til hruns eða að viðbröð stofnsins við þá sókn eru óþekkt. ICES: Alþjóðahafrannsóknaráðið

26 © einar 26 Hornsteininn - Blim Í praktís þá er Blim leitt út frá sögulegum hrygningarstofn-nýliðunar gögnum og er sá punktur þar sem auknar líkur eru á að slakri nýliðun neðan þeirra marka. Ein leið til að meta þennan punkt tölfræðilega er að gera tveggja línu aðhvarfsgreiningu á SSB-R sambandinu þannig að: Hallatalan er jákvæð frá 0-punktinum upp að (B*,R*) Hallatalan er núll fyrir ofan (B*,R*) punktinn Punkturinn (B*,R*) er fundinn þannig að summa kvaðratfrávika þessara tveggja lína er lágmarkað

27 © einar 27 Þorskur: Útreikningur á B lim Blim = 414S*, R* = (414, 216)

28 © einar 28 Útreikningar á Flim Hægt er að reikna út Flim eftir ýmsum forsendum: Flim = Fcrash Fcrash samsvarar til hallatölu í núllpunkti á línulegu hrygningarstofn- nýliðunarferli (t.d. Ricker eða Beverton-Holt). Ókostir: Notum línulegt ferli Flim = Fhigh Fhigh samsvarar til þess veiðidauða sem að nýliðun hefði 95% tilfella ekki staðið undir slíkri veiði Kostir: Notum ekki línulegt ferli Flim = F(Blim) Flim er reiknað sem sá veiðidauði sem að meðaltali (þ.e. með 50% líkum) leiðir til þess að stofninn endi í Blim punktinum. Kostir: Er tengt skilgreiningu á Blim

29 © einar 29 Þorskur: Skilgreining á Flim = f(Blim) S*/R* = 414/216 = 1.92 Flim = 0.67

30 © einar 30 Þorskur: SSB og F í ljósi hættumarka Hrygningarstofn Veiðidauði Athugið að Blim og Flim hefur ekki verið formlega skilgreint í íslenska þorskinum. Meðfylgjandi ber því að líta á sem akademíska æfingu. Samkvæmt þessu hefur hrygningarstofninn verið kerfisbundið fyrir neðan Blim síðan um 1980 og veiðidauði hefur verið í kringum Flim síðan um 1970. Framreikningar, sem byggðir eru á aflareglu, eru háðir mikilli óvissu sem hér hefur ekki verið tekið tillit til. Þurfum að taka tillit til óvissunar, mætti t.d. gera með því að gefa til kynna: p(F2004>Flim) p(B2005<Blim)

31 © einar 31 Frá hættumörkum að varúðamörkum Ef að engin óvissa væri í stofnmati og framkvæmd þá þyrfti einungis að gefa til kynna hvort að ákveðin veiði/afli leiddi til þess að punktmatið í stofnmati og framreikningi leiddi til þess að F væri undir og B yfir hættumörkum. Í framangreindum sáttmálum og reglum kemur fram að að tryggja beri að hættan á að farið sé fram úr hættumörkum sé mjög litlar. M.ö.o. við ráðgjöf og framkvæmd ber að tryggja, í ljósi óvissunnar um stofnmat og framkvæmd ákvörðunar stjórnvalda, að líkurnar á að farið sé yfir hættumörk (F>Flim og B<Blim) sé mjög litlar. Það eru til tvær leiðir til að meta slíkt: Að skilgreina varúðarmörk, Fpa og Bpa, fyrir veiðidauða og hrygningar- stofnstærð og að veita ráðgjöf út frá punktmati á stofnstærð og veiðidauða. Að meta óvissu í stofnmatinu á hverjum tíma og byggja ákvörðun á því að p(F>Flim) og p(B<Blim) sé lágt.

32 © einar 32 Um óvissu Óvissa er grundavallar réttlæting á varúðarleiðinni Engin óvissa = afleiðing ákveðinnar aðgerðar er fyrirfram þekkt ----> engin ástæða til að beyta varúðarleiðinni Óvissunni fylgir áhætta Ákvörðun um hve mikla áhættu skuli taka við stjórn fiskveiða er pólitísk

33 © einar 33 Skilgreiningar á varúðarmörkum - Fpa Fpa Skilgreining: Fiskveiðidauði sem skilgreindur er m.t.t. þess að litlar líkur eru á að raunverulegur fiskveiðdauði fari yfir Flim Fpa Flim] = lágt Fpa er því leiddur út frá Flim þannig að fjarlægðin milli þessara viðmiðunarpunkta taki tillit til áætlaðrar óvissu í stofnmati. Ráðgjöf ICES miðar af því að punktmat á veiðidauða á ráðgjafarárinu eigi ekki að fara yfir Fpa. Ef að mat á óvissu í stofnmatinu er rétt ætti þetta að leiða til þess að litlar líkur eru á að ráðlagður veiðidauði (í praskís afli) sé í raun og veru Flim. pa = precautionary approach

34 © einar 34 Skilgreiningar á varúðarmörkum - Bpa Bpa Skilgreining: Hrygningastofnstærð sem skilgreind er m.t.t. þess að litlar líkur er á að raunveruleg stofnstærð fari undir Blim Bpa>Blim, p[B<Blim] = lágt Bpa er því leiddur út frá Blim þannig að fjarlægðin mill þessara viðmiðunarpunkta taki tillit til áætlaðrar óvissu í stofnmati. Ráðgjöf ICES miðar af því að punktmat á hrygningarstofni í lok ráðgjafarársins eigi ekki vera undir Bpa. Ef að mat á óvissu í stofnmatinu er rétt ætti þetta að leiða til þess að litlar líkur eru á að ráðlagður veiðidauði (í praskís afli) leiði til þess að stofninn fari undir Blim

35 © einar 35 Um hlutverk stjórnenda ICES hefur skilgreint hættumörk (lim) fyrir marga stofna. Litið hefur verið svo á að skilgreining hættumarka eigi að byggjast á fiskifræðilegum forsendum. Einnig hefur ICES gert tillögu að varúðarmörkum (pa) í mörgum stofnum. Skilgreining á varúðar- mörkum er á endanum á hendi og á ábyrgð stjórnenda. Ákvörðun um hvar mörkin eru sett m.t.t. fjarlægðar frá hættumörkum er háð nákvæmni í stofnmati þeirri áhættu sem ásættanleg er áhættan er háð pólitískum, félagslegum og efnahagslegum forsendum

36 FIF Dæmi um notkun við ráðgjöf

37 © einar 37 Viðmiðunarmörk lúru í Írska hafinu Tæknilegar forsendur skilgreiningar: Blim: Lægsta mat á hrygningarstofni, viðbrögð stofnsins óþekkt undir þessari stærð Bpa = 1.4*Blim, skv. mati á óvissu í stofnmati Flim: Veiðidauði sem leiðir til þess að stofninn stefni í Blim til lengri tíma litið Fpa: p(F<Flim)=litlar, skv. mati á óvissu í stofnmati

38 © einar 38 Írsk lúra: Ráðgjöf fyrir árið 2004 ICES ráðlagði að veiðidauði árið 2004 yrði lægri en Fpa þar sem að það leiðir til þess að punktmatið á stofnstærð í lok ráðgjafarársins (upphafi árs 2005) yrði fyrir ofan Bpa. Þar sem stjórn veiða í þessum stofni er byggður á aflamarkskerfi eru F gildin umbreytt í ígildi afla. Athugið að markmið ráðgjafar er ekki að F04 Bpa heldur að líkur á að raunverulegur veiðidauði fari yfir Flim og raun- veruleg stofnstærð fari undir Blim séu litlar, þ.e.a.s. p(F04>Flim)=litlar p(B05<Blim)=litlar

39 © einar 39 Írsk lúra: Ráðgjöf fyrir árið 2004

40 © einar 40 “Sjálfbær veiði” Hættusvæði Ráðgjöf m.t.t. hættumarka með óvissu Í ljósi óvissu þá er ráðgjöf B>Bpa og F<Fpa Öryggissvæði

41 © einar 41 Hættusvæði Ráðgjöf m.t.t. hættumarka án óvissu Ef engin óviss þá myndi ráðgjöf byggjast á að B>Blim og F<Flim

42 © einar 42 Lokun veiða: Þorskur við V-Skotland Í ljósi þess að þó F 2004 =0.0 þá verður B 2005 <<B lim þá er ráðlagt að banna allar veiðar þar sem líklegt er að þorskur komi í veiðarfæri. “Sjálfbær veiði” Hættusvæði Öryggissvæði

43 © einar 43 Mat með öryggismörkum Framangreint byggir á því að stofnstærð er einungis metin sem punktmat (besta mat). Tekið er tillit til óvissunnar í stofnmati með því að skilgreina Fpa og Bpa. Ef mat hvers árs innifelur einnig í sér öryggismörk er skilgreining á pa-punktum í raun óþörf og nægilegt er að skoða líkindadreifingu stofnmats m.t.t. Blim og Flim.

44 © einar 44 Viðmiðunarmörk og aflaregla Núverandi 25% aflaregla í þorski er ígildi þess að veiðidauði verði að öllu jafnaði F 5-10 =0.4. Líklegt er að með því að beita aflareglu séu litlar líkur á því að raunverulegur fiskveiðidauði verði Flim=0.67. Annmarkar á aflareglunni í ljósi framangreinds eru hinsvegar þær að hún tekur ekkert tillit til stöðu hrygningarstofnsins á hverjum tíma. Þ.e. þó svo að hrygningarstofninn fari undir Blim, og hvað þá söguleg mörk (um 200kt), þá verður aflinn samkvæmt reglunni samt sem áður 25% af veiðistofni. Athugið að Blim og Flim hefur ekki verið formlega skilgreint í íslenska þorskinum. Meðfylgjandi ber því að líta á sem akademíska æfingu.

45 © einar 45 Aflareglan fyrir 1999 og viðmiðunarmörk Keyrum á raunaflanum árið 1999, 260kt Litlar líkur á að veiðidauði verði umfram Flim: p(F99>Flim)=0.07 Eftiráhugsun: Með því veiða 260 kt árið 1999 (afli ákvarðaður miðað við þámat sem var ofmat) þá eru, miðað við núverandi uppsetningu á líkaninu, miklar líkur (40%) á því að hrygningarstofninn fari undir Blim árið 2000. Spurning: Hvað hefði átt að veiða mikið þannig að líkur á að B2002<Blim eru litlar? Til að svara þessu þyrfti að keyra líkanið með mismunandi afla (F) og finna afla sem samvarar t.d.: p(B02<Blim)=5%

46 © einar 46 Aflareglan fyrir 1999 og viðmiðunarmörk Keyrum á 210kt afla árið 1999, sá afli sem að miðað við stofnmatið sem hér er gert hefði átt að vera afli skv. aflareglu. Litlar líkur á að veiðidauði verði umfram Flim ef veitt væri skv. aflareglu árið 1999 Eftiráhugsun: Með því veiða 210 kt árið 1999 (afli ákvarðaður miðað númat) þá eru, miðað við nú- verandi uppsetningu á líkaninu, miklar um 20% líkur á því að hrygningarstofninn verði undir Blim árið 2000. Spurning sem stjórnvöld þurfa að vera búin að gera upp við sig fyrirfram er hversu mikla áhættu þeir vilja taka. Ef ásættanleg áhætta er 20% þá er niðurstaða þessarar æfingar að þá sé 210kt afli í samræmi við þá áhættu. Ef áhættan er einhver önnur þurfum við að finna aflann sem að samrýmist þeirri áhættu.

47 FIF Aflareglur

48 © einar 48 Einfaldar aflareglur (verkleg markmið) Fastur afli (b=0). Föst sókn / fastur veiðidauði (a=0). Fast magn skilið eftir (a<0). Dæmi: Loðnan: a=-400 þúsund tonn, b=1 Íslenskur þorskur: Gamla aflareglan var a=0 og b=0.25 og svo mátti aflinn ekki fara undir 150 þúsund tonn, þ.e. Afli = max(150, a + b * Stofnstærð) Hvernig er jafnan fyrir nýju reglunni?

49 © einar 49 Einfaldar aflareglur (verkleg markmið)

50 © einar 50 Einfaldar aflareglur

51 © einar 51 Aflareglur og hættumörk ICES Aflareglur eru ákveðin stjórntæki sem ættu að fela í sér eftirfarandi eiginleika: Eru fyrirframsamþykktar reglur Ftarget ætti að vera skilgreint þannig að: p(Ftarget>Flim)=litlar p(B<Blim)=litlar Ef stofninn er við hættumörk ætti F<Ftarget. Skilgreindan viðmiðunarpunkt hrygningar- stofns þar sem veiðar yrðu stöðvaðar ef stofninn væri undir slíkum mörkum.

52 © einar 52 Aflareglur og hættumörk Í þessu dæmi væri veitt á F=0.4 þegar B>500kt. Ef stofninn er undir þeim mörkum þá er dregið úr veiðidauða (lægra hlutfall af stofni tekið í formi afla). Ef stofninn er undir Blim (hér 414kt) þá eru veiðar alfarið stöðvaðar.

53 © einar 53 Annmarkar aflareglu í þorski Eins og fram hefur komið eru annmarkar á núverandi aflareglu í þorski þar sem hún tekur ekki tillit til stöðu hrygningarstofnsins á hverjum tíma. Almennt er litið svo á að aflaregla ætti að innifela samdrátt í sókn þegar B fer niður fyrir ákveðin mörk. Ein leið væri t.d. að draga úr sókn meir en sem nemur aflareglu ef stofninn færi niður fyrir 500kt. Hér eru sýndar tvær “aflareglur”, þ.e. F=0 þegar B=200kt eða B=400kt.

54 © einar 54 Framreikningar í þorski Ljósgrá svæði: 95% gilda innan þess svæðis Dökkgrá svæði: 50% gilda innan þess svæðis

55 © einar 55 Framreikningar í þorski F 5-10 = 0.8 Þegar til lengri tíma er litið þá eru miklar líkur (>97.5%) á að hrygningarstofninn haldist undir 400 þús. tonnum við þessa sókn. 50% líkur eru á að aflinn verði undir 220 þúsund tonnum F 5-10 = 0.4 Þegar til lengri tíma er litið þá eru miklar líkur (>97.5%) á að hrygningarstofninn haldist yfir 400 þús. tonnum við þessa sókn. 50% líkur eru á að aflinn verði undir 400 þúsund tonnum (en mjög líklega yfir 300 þúsund tonn).

56 © einar 56 Framreikningar í þorski Í framangreindu líkani er ekki tekið tillit til: Skekkju í stofnmati Breytileika í þyngd, náttúrulegum dauða, Að stjórn veiða verði hugsanlega ekki í samræmi við gefna sókn Að framleiðsla hrygningastofnsins verði með öðrum hætti en söguleg gögn benda til...... Ef slíkar skekkjur eru teknar með þá leiða þær til þess að öryggismörkin víkka út.

57 © einar 57 Þorskurinn og varúðarnálgun Aflareglan í íslenska þorskinum var sett á áður en að ICES skilgreindi varúðarmörk í mörgum fiskistofnum. Varúðarmörk ekki skilgreind í þorskinum þar sem aflareglan var talin samræmast varúðarsjónarmiðum við stjórn fiskveiða. Óvissan í stofmati (og stofnmatsferlinu líka) meiri en gert var ráð fyrir í aflareglunni. Líklega verða hættumörk (Blim) skilgreind í endurskoðun aflareglunnar.

58 © einar 58 Varúðarleiðin frá öðru sjónarhorni Ég skal segja þér hvað þetta þýðir, -- engin lágmarksstærð og til helvítis með hættumörkin.


Download ppt "FIF Varúðarleiðin við stjórn fiskveiða frá sjónarhóli fiskveiðráðgjafar Fyrirlestur #12 Haustönn 2006 Einar Hjörleifsson."

Similar presentations


Ads by Google