Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Heilsufarsskoðanir fótboltaiðkenda KSÍ þing 2010
2
Sveinbjörn Brandsson bæklunarskurðlæknir Dr. med. Formaður heilbrigðisnefndar KSÍ
7
Af hverju heilsufarsskoðanir Til að greina einstaklinga sem gætu orðið fyrir líkamstjóni við iðkun fótbolta
8
Respect
9
Heilsufarsskoðanir 1. Allir leikmenn tveggja efstu deilda karla og efstu deildar kvenna skulu hafa gengið í gegnum læknisskoðun, í samræmi við reglur og ráðleggingar FIFA og UEFA, fyrir 21 árs aldur. Í því felst að svara spurningalista (FIFA/UEFA), læknisskoðun og hjartalínurit. Þegar frávik koma fram í þessum rannsóknum bera að gera hjartaómskoðun, áreynslupróf, blóð og þvagprufu eða aðrar þær rannsóknir sem teljast viðeigandi.
10
Heilsufarsskoðanir 2. Leikmenn sem ekki hafa gengið í gegnum slíka skoðun áður og eru eldri en 21 árs þurfa að gangast undir ofangreinda skoðun. Hafi leikmaður farið í slíka skoðun sl. 3 ár, nægir að framvísa niðurstöðum þeirra skoðunar enda sé hún metin fullnægjandi af læknum KSÍ eða fulltrúum þeirra.
11
Heilsufarsskoðanir 3. Allir leikmenn sem skráðir eru til æfinga og keppni í 2. flokki karla og kvenna eiga að svara spurningablaði um almennt heilsufar og ættarsögu sem byggir á ráðleggingum og spurningalistum UEFA og FIFA. Til að leikmenn hafi leyfi til þáttöku í mótum á vegum KSÍ verður félag þeirra að skila spurningablaðinu undirrituðu af leikmanni til skrifstofu KSÍ. Við frávik verða leikmenn kallaðir til samskonar skoðunar og leikmenn efstu deilda.
12
Félögin eru hvött til að skoða möguleika á að láta gera hjartalínurit hjá öllum leikmönnum 2.flokks.
13
Ráðgjafi 4. KSÍ í samráði við heilbrigðisnefnd, ráði ráðgjafa með þekkingu á hjartasjúkdómum sem yfirfer öll hjartalínurit og svör við heilsufarsspurningum. Þessi ráðgjafi hefur úrskurðarvald, ef upp koma spurningar um leikhæfni af heilsufarsástæðum.
14
Skoðanir og varðveisla gagna 5. KSÍ í samvinnui við félögin, leiti leiða til að þessar skoðanir séu framkvæmdar á staðlaðan hátt og að gæði þeirra sé tryggð. Þá er mælt með því að einn aðilli, sem hafi til þess viðeigandi aðstöðu og sérþekkingu, sé fenginn til að halda utanum framkvæmd þeirra og varðveita gögn. Slíkur aðilli ætti að hafa reynslu af að skoða íþróttamenn og auk þess kunnáttu og aðstöðu til að bregðast við frávikum, sem koma fram við skoðanir.
15
Takk fyrir
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.