Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

- 1 - Verðmat banka – afkomuspár ofl. Haraldur Yngvi Pétursson.

Similar presentations


Presentation on theme: "- 1 - Verðmat banka – afkomuspár ofl. Haraldur Yngvi Pétursson."— Presentation transcript:

1 - 1 - Verðmat banka – afkomuspár ofl. Haraldur Yngvi Pétursson

2 - 2 - Til umhugsunar Að gera góða afkomuspá og verðmat er langur og vandasamur ferill: 1. Afla þarf gagna 2. Greina þarf upplýsingar 3. Meta þarf horfur á fjölmörgum sviðum 4. Gott samband þarf að vera við stjórnendur 5. Spár þurfa að byggja á forsendum sem settar eru fram og rökstuddar Greining fyrirtkæja er mjög mikið þjálfun og reynsla - Ekki er hægt að fara yfir svo viðamikið efni til fulls í einum tíma - Hér er því um mjög einfaldaða mynd að ræða, en gefur þó góða hugmynd og grunn fyrir nákvæmari vinnu

3 - 3 - Hvað skiptir máli Við gerð afkomuspár banka skipta nokkrir þættir höfuðmáli 1. Vaxtatekjur / vaxtamunur 2. Þóknanatekjur og aðrar tekjur 3. Kostnaðaruppbygging 4. Gæði eignasafns / útlánatöp Þessir þættir koma fram í rekstrarreikningi bankans og mynda spá fyrir endanlegan hagnað og eru því: A. Ein af megin forsendum við notkun arðgreiðslulíkans (DDM, Gordon growth) B. Ein af megin forsendum til notkunar helstu samanburðarkennitalna

4 - 4 - Hvað skiptir máli Mikilvægt að hafa í huga að rekstrarreikningur er í raun bara niðurbrot á hreyfingum á eiginfé Meginþættir afkomuspár byggja því öðru fremur á: A. Samsetningu efnahagsreiknings B. Efnahagsástandi á helstu markaðssvæðum C. Gæðum eignasafns D. Stefnu stjórnenda og trú á henni Í því ástandi sem ríkt hefur undanfarna mánuði hefur hefðbundið verðmat bankastofnana ekki átt við heldur hefur verið horft á: A. Gæði eignasafns B. Endurgreiðsluferil lána og fjármögnun

5 - 5 - Dæmigerð fjármögnun viðskiptabanka Innlán viðskiptavina Innlán annarra banka Aðrar skuldir Langtímalán Eigið fé

6 - 6 - Dæmigerð eignahlið viðskiptabanka Handbært fé og markaðsverðbréf Lán til annarra banka Lán til viðskiptavina Ýmsar aðrar eignir Fastafjármunir

7 - 7 - 1. Vaxtatekjur  Innlán eru mjög miklvægur þáttur í fjármögnun viðskiptabanka  Má almennt skipta í tvennt: Smásölu- (retail) og heildsölu (wholesale) innlán  Smásöluinnlán: — Verðlögð af hverjum banka fyrir sig — Almennt álitin trygg fjármögnun (sticky), vegna óþæginda og kostnaðar við að skipta um banka — Eru tiltölulega ónæm fyrir vaxtabreytingum (price insensitive) — Almennt frekar dýr fjármögnun, m.a. vegna reksturs útibúanets  Heildsöluinnlán: — Verð ræðst af framboði og eftirspurn — Mjög hreyfanleg — Viðkæm fyrir verðbreytingum — Viðkvæm fyrir gagnaðilaáhættu — Ódýrari en smásöluinnlán, hærri fjárhæðir á færri aðila

8 - 8 - 1. Vaxtatekjur  Innlán eru í flestum tilfellum, og í miklum meirihluta, óbundin hvað varðar tímalengd  Útlán til viðskiptavina eru hinsvegar almennt til meðal- eða langstíma  Því myndast “tímamismunur” á eigna og skuldahliðum bankanna  Gamaldags “bankaáhlaup” geta því hæglega knésett hvaða banka sem er ef ekki kemur til stuðnings seðlabanka, banka bankanna, að útvega laust fé  Vaxtamunur banka er einfaldlega mismunur á innláns- og útlánsvöxtum — Oftast reiknaður sem % af meðalstöðu útlána til viðskiptavina — Einnig oft reiknaður sem % af meðalstöðu heildarútlána  Yfirleitt erfitt að nálgast nákvæmar tölur um lánasafnið — Þarf að horfa á söguna og þróunina — Áætlun um breytingu á vaxtamun byggir m.a. á stefnu bankans, samkeppni, og áhættusækni í útlánum

9 - 9 - 1. Vaxtatekjur  Banki sem stefnir á mikinn vöxt gæti gert það með því að: — Lækka þá vexti sem boðnir eru í útlánum, sem gæti lækkað vaxtamun bankans — Sækja í áhættumeiri lán, sem gæti hækkað vaxtamun – En leiðir að öðru óbreyttu til aukinna útlánatapa  Sé hörð samkeppni um innlán/útlán er líklegt að vaxtamunur minnki  Áhættusækni banka er misjöfn, en nákvæm athugun á eignasafni ætti að gefa vísbendingu þar um  Útlit fyrir þróun efnahagsástands skiptir einnig miklu máli — Þegar útlit er fyrir góðan gang í efnahagsmálum má búast við aukningu útlána — Þó að vaxtamunur standi í stað aukast vaxtatekjur vegna stærra útlánasafns — Dæmið snýst síðan við þegar illa árar en þá er líklegt að útlánatöp aukist, og lánasafnið dragist saman  Þumalputtaregla að “hagfræðingar spá fyrir um 10 af hverjum 4 kreppum”

10 - 10 - 1. Vaxtatekjur – Dæmi  Banki A starfar í landi þar sem hagvöxtur er um 3%: — Bankinn er með markmið um að vaxa 2x hagvöxtur næstu 3 árin — Efnahagsástandið er gott — Þokkaleg samkeppni er á bankamarkaði — Vaxtamunur bankanns hefur verið 1,5% síðustu ár (mælt af meðalstöðu útlána til viðskiptavina)  Líklegt að svona mikill vöxtur muni að öðru óbreyttu: — Auka vaxtamun eitthvað en samkeppni gæti þó komið í veg fyrir mikla breytingu — Auka áhættu lánasafnsins og þar með hættu á útlánatöpum

11 - 11 - 2. Þóknanatekjur  Flestir bankar hafa þóknanatekjur að einhverju marki  Fjárfestingarbankar hafa mjög stóran hluta tekna sinna af þóknunum  Mörg minni fjármálafyrirtæki hafa megnið af tekjum sínum af þóknunum  Margir bankar undanfarin ár hafa haft um 1/3 tekna sinna af þóknunum  Þóknanatekjum má skipta niður í marga liði t.d.: — Tekjur af miðlun ýmissa fjármálapappíra (hlutabréf, skuldabréf, gjaldeyrir o.fl.) — Tekjur af fyrirtækjaráðgjöf (yfirtökur, endurskipulagning fyrirtækkja o.fl.) — Tekjur af eignastýringu (Sjóðastýring, söfn einstaklinga o.fl.)  Algengt að minni bankar séu ekki í öllum þessum liðum — Mörg félög einbeita sér að einu sviði, ná sérhæfingu og geta því keppt við stærri banka — Stærri bankar hafa mjög oft öll þessi svið starfandi innan sinna raða

12 - 12 - 2. Þóknanatekjur  Tekjur af miðlun — Yfirleitt er tekin ákveðin % í þóknun af hverjum viðskiptum — Mjög misjafnt eftir fyrirtækjum hver þóknunin er — Fer m.a. eftir þeirri þjónustu sem veitt er  Tekjur af fyrirtækjaráðgjöf — Yfirleitt tekin ákveðin % af stærð verkefnis — Oft fylgja aðrar tekjur með fyrir bankann (t.d. vaxtatekjur vegna lánveitinga) — Við t.d. skráningu félaga á markað fær ráðgjöfin tekjur af verkefninu en miðlun fær einnig tekjur við að finna kaupendur að bréfum — Mjög ólík verkefni, og því ólíkar þóknanir  Tekjur af eignastýringu — Oft safnað fé í sjóði sem bera ákveðið umsýslugjald — Þóknun fyrir að stýra söfnum fyrir einstaklinga — Þóknun fyrir að stýra söfnum fyrir t.d. lífeyrissjóði

13 - 13 - 2. Þóknanatekjur  Tekjur af miðlun — Hér skiptir markaðshlutdeild máli, aukin hlutdeild – auknar tekjur — Ef markaðurinn stækkar (t.d. ef hlutabréf eru almennt að hækka í verði) aukast tekjur, gefið að markaðshlutdeild haldist — Oft mikil og hörð samkeppni, og % þóknun hefur farið lækkandi — Geta verið miklar sveiflur eftir efnahagsástandi  Tekjur af fyrirtækjaráðgjöf — Getur verið nokkuð sveiflukennd stærð — Einstök stór verkefni geta aukið tekjur verulega í eitt skipti — Markaðsaðstæður ráða miklu, þegar markaðir eru á góðri siglingu eru t.d. nýskráningar fyrirtækja mun meiri en annars  Tekjur af eignastýringu — Er oftast nokkuð stabíl stærð — Ræðst af upphæð eigna undir stýringu, yfirleitt áætluð ákveðin %

14 - 14 - 2. Þóknanatekjur - Dæmi  Banki A hefur einbeitt sér að miðlun og fyrirtækjaráðgjöf — Tekjur af hvoru fyrir sig um 50% af þóknanatekjum undanfarin ár — Gert er ráð fyrir 5% vexti í miðlun næstu 3 árin — Stórt verkefni í fyrirtækjaráðgjöf klárast á árinu 2008 og gefur 5.000 í þóknanir — Almennt áætlaður 4% vöxtur í fyrirtækjaráðgjöf ef engin sérverkefni detta inn á borðið

15 - 15 - 3. Kostnaðaruppbygging  Kostnaðaruppbygging er misjöfn milli banka — Yfirleitt er talað um kostnaðarhlutfall (cost/income ratio) en það er mælt sem hlutfall kostnaðar á móti heildar nettótekjum — Yfirleitt er þetta hlutfall um 50%, en er breytilegt milli banka — Venjulega er kostanði skipt í tvennt, laun og annan kostnað  Hægt er að spá fyrir um launakostnað út frá t.d.: — Þekktri launaþróun — Breytingu á fjölda starfsmanna — Gott að skoða kostnað á hvern starfsmann  Hægt er að spá fyrir um annan kostnað út frá t.d.: — Stefnu bankans — Sérstökum aðgerðum (t.d. ef breytt er útliti útibúa o.þ.h.) — Útgefnum markmiðum um kostnaðarhlutfall

16 - 16 - 3. Kostnaðaruppbygging  Oft er miðað við að gott sé að vaxtatekjur dugi fyrir öllum rekstrarkostnaði  Á tímum mikils vaxtar hugsa bankar almennt fyrst og fremst um að sækja tekjur, en minna um að hafa stjórn á kostnaði, hagnaður af nýjum viðskiptum yfirvegur kostanaðaraukana. — Ýtir oft upp bæði launakostanði og öðrum kostnaði — En aðlögun getur gengið mjög hratt fyrir sig í bankarekstri — Kostnaður er að stórum hluta breytilegur

17 - 17 - 3. Kostnaðaruppbygging - Dæmi  Banki A hefur haft 50% kostnaðarhlutfall undanfarin ár — Áhersla bankans á vöxt mun hækka launakostnað um 15% árið 2008 en 10% eftir það — Annar kostnaður mun aukast um 4% vegna aukins auglýsingakostnaðar við það að sækja innlán til fjármögnunar á vexti bankans — Eftir tímabil vaxtar má áætla að kostnaðarhlutfall muni verða um 50%

18 - 18 - 4. Gæði eignasafns / útlánatöp  Einn mikilvægasti þáttur í rekstri banka er gæði eignasafnsins — Er í raun grunnur að allri hefðbundinni bankastarfsemi — Góðar eignir nýtast t.d. sem veð í viðskiptum við seðlabanka — Góðar eignir eru almennt auðseljanlegar — Mikil gæði útlánasafns þýðir lítil útlánatöp  Hvað getur banki gert til að draga úr áhættu eignasafns? — Stytta lánstíma — Draga úr ótryggðum lánum (unsecured lending) — Stýra vaxtaáhættu — Draga úr lánveitingum til fyrirtækja sem eru háð efnahagsástandi (cyclical) — Bera ekki of mikla áhættu af einstaka viðskiptavinum — Dreifa safni eftir atvinnugreinum

19 - 19 - 4. Gæði eignasafns / útlánatöp  Hvernig er hægt að meta gæði eignasafns? — Hægt er að skoða skiptingu eignasafnsins eftir atvinnugreinum — Hægt er að skoða skiptingu eignasafnsins eftir landsvæðum  Þegar búið er að framkvæma fyrstu athugun á eignasafni þarf að skoða hver er líkleg þróun þess: — Skoða þarf hverja atvinnugrein og landsvæði fyrir sig  Dæmi um ógnanir við gæði eignasafns: — Minnkandi eftirspurn eftir framleiðslu í atvinnugreininni — Innkoma nýrra vara sem gera fyrri úreltar — Umframframboð á vörum í atvinnugreininni — Nýir aðilar að koma inn á markaðinn og ryðja gömlum til hliðar

20 - 20 - 4. Gæði eignasafns / útlánatöp  Í sjálfu sér á mikið til það sama við um þegar heil landsvæði eru skoðuð — Hvernig er efnahagsástand — Hver hefur verið þróun eignaverðs — Hvaða atvinnugreinar eru ráðandi — Hvernig er viðskiptajöfnuðurinn — Hvernig stendur gjaldmiðillinn — Hvernig er pólitískt ástand  Eru hugsanlega einstakir viðskiptavinir sem vitað er um að eru í vandræðum? — Kanna þarf hvort slík staða er í lánasafninu — Oft eru slíkar upplýsingar á lausu, þó að ekki sé þeirra sérstaklega getið í reikningum bankans — Hver er áhætta bankans af slíkri stöðu

21 - 21 - 4. Gæði eignasafns / útlánatöp  Bankar birta upplýsingar sem nota má sem stuðning við að meta gæði safnsins, en rétt er að hafa í huga að þegar slakar tölur fara að láta á sér kræla í reikningum bankans er hætt við því að vandinn sé þegar orðinn mikill  Meðal þeirra upplýsinga sem hægt er að nota eru: — Afskriftir útlána (impairments), sá liður fer í gegnum rekstrarreikning bankans — Lán í vanskilum (non-performing loans, yfirleitt gefin upp eftir dagafjölda sem vanskilin ná til (t.d. 0-90 dagar og yfir 90 dagar) — Stærð afksriftarreikningsútlána (provision account)  Afskriftir útlána — Gott er að reikna þetta sem hlutfall af útlánum til viðskiptavina og bera saman við vaxtamuninn, nettótalan er þá það sem lánasafnið er að skila — Hátt hlutfall bendir til lakra gæða eignasafnsins, eða mikillar áhættu

22 - 22 - 4. Gæði eignasafns / útlánatöp  Lán í vanskilum — Aukning í 0-90 daga vanskilum er fyrsta vísbending um að útlánatöp séu að fara að aukast — Fylgjast vel með þróun þessara stærða sem hlutfall af heildarútlánum til viðskiptamanna — Hátt hlutfall lána í vanskilum ætti að öðru jöfnu að leiða til þess að mikið verði um endanlega töpuð lán  Afskriftarreikningur útlána — Gott að reikna sem hlutfall af útlánum til viðskiptamanna — Segir í raun til um hversu mikið bankinn hefur lagt til hliðar til að mæta útlánatapi — Mjög lítill afksriftarreikningur gæti bent til sterks eignasafns, en gæti einnig þýtt að bankinn hafi einfaldlega lagt of lítið til hliðar til að mæta væntanlegu tapi

23 - 23 - 4. Gæði eignasafns / útlánatöp - Dæmi  Bankinn er með nokkuð djarfa vaxtarstefnu — Undanfarin ár hafa afskriftir verið 40 punktar (0,4%) af lánasafninu — Nýju lánin eru álitin áhættusamari og að afskriftarþörfin þar sé 60 punktar — Ekki er gert ráð fyrir neinum sérstökum tapstilfellum

24 - 24 - Afkomuspáin í heild sinni  Nú er afkomuspáin í þessu einfalda dæmi að verða tilbúin — Gefum okkur að skattar séu 15% —... og þá lítur spáin svona út — Nú höfum við fengið hagnaðinn sem við þurfum fyrir verðmatið — Munið bara... „garbage in – garbage out“

25 - 25 - Verkefni II  Verðmat og afkomuspá fyrir Færeyjabanka — Gildir 15% af lokaeinkunn — Skiladagur er síðasti kennsludagur — Færið rök fyrir öllum helstu forsendum sem notaðar eru


Download ppt "- 1 - Verðmat banka – afkomuspár ofl. Haraldur Yngvi Pétursson."

Similar presentations


Ads by Google