Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20051 Brjóstvit eða fræði Rannsókn á kennsluaðferðum kennara til eflingar lesskilningi á miðstigi í grunnskólum á Austurlandi
2
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20052 Brjóstvit eða fræði Tilgangur rannsóknarinnar var að svara tveimur spurningum: Hvaða aðferðum beita kennarar í grunnskólum á Austurlandi til að efla lesskilning nemenda sinna á miðstigi? Eru merkjanleg tengsl milli þeirra aðferða sem þeir beita og niðurstaðna í lesskilningsþætti samræmds prófs í íslensku í 7. bekk?
3
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20053 Brjóstvit eða fræði Rannsóknaraðferðir: Nafnlaus spurningalistakönnun með 44 spurningum sem flestar voru fjölvalsspurningar Viðtöl við 5 kennara í jafnmörgum skólum.
4
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20054 Brjóstvit eða fræði Rannsóknarhópur: Kennarar barna í 5., 6. og 7. bekk í grunnskólum í umdæmi Skólaskrifstofu Austurlands. Umdæmið nær frá Vopnafirði í norðri til og með Breiðdalsvíkur í suðri. Heildarfjöldi kennaranna var 114 og þar af svöruðu 76 kennarar spurningalistunum eða um 67%.
5
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20055 Lesskilningur Lesskilningur felur í sér nákvæman skilning á því sem ritað er eða er sagt. Lesandinn endurgerir þá merkingu sem sendandinn hafði í huga við ritunina. Lesskilningur felst í smíði merkingar í gagnvirkum tengslum lesanda og texta og þess samhengis sem tjáskiptin eiga sér stað í. Merking textans getur verið sú sama hjá sendanda og móttakanda en þó þarf svo ekki að vera því túlkun er háð fyrri þekkingu og reynslu móttakandans (The Litaracy Dictionary,1995).
6
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20056 Fræðilegur grunnur Hugsmíðahyggjan gerir ráð fyrir að fjölmargir þættir hafi áhrif á lesskilning, og fylgjendur stefnunnar telja að unnt sé að fræða nemendur um aðferðir til að bæta lesskilning þeirra.
7
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20057 Lesskilningur Lesskilningur er flókið ferli og tekur tíma. Til að öðlast skilning á texta verður lesandinn að ráða yfir þeirri grundvallarfærni að geta umritað bókstafi í orð og setningar. Lesandinn verður að geta tengt lesefnið fyrri þekkingu og nýtt sér fjölda lesskilningsaðferða til stuðnings við að gera textann sem lesinn er merkingarbæran í huga sér (van den Broek og Kremer,2000)
8
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20058 Lesskilningur Lesandinn þarf að vera meðvitaður um hugsun sína og geta stjórnað athygli sinni og beitt þeim lesskilningsaðferðum sem henta hverju sinni allt eftir því samhengi sem lesið er í. Eiginleikar textans, umhverfið og kennsluaðferðir geta haft áhrif á lesskilning nemenda (sbr. Van den Broek og Kremer, 2000, og sjá einnig Blachowicz, Camille og Donna Ogle, 2001)
9
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 20059 Lestrarumhverfi Aidan Chambers leggur mikla áherslu á að kennarar skapi nemendum fjölbreytt lestrarumhverfi. Í því felst að bjóða upp á gott aðgengi að úrvali bóka í kennslustofunni, að gefinn sé tími til að handleika bækur, fletta þeim og lesa og að samræður eigi sér stað um texta. Að nemendur fái daglega tíma til að lesa í skólanum enda séu aðstæður barna mjög ólíkar og viðhorf á heimilum oft á tíðum andstæð lestri.
10
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200510 Lestrarumhverfi Chambers telur einnig mikilvægt að kennarar séu duglegir að segja börnum sögur, lesa fyrir þau því að að hlustun á texta auðveldi fólki að verða lesendur bókmennta. Börn geta á hverjum aldri hlustað á þyngri texta en þau ráða við að lesa og með því móti fá þau tækifæri til að þróa lestur sinn. Hlustun á texta getur einnig orðið hvati að því að börn lesi texta sem þau annars myndu fara á mis við.
11
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200511 Kennsluaðferðir sem efla lesskilning Vitund um eigið nám (metacognition),,skoða, spyrja, lesa, segja, rifja upp”,,gagnvirkur lestur”,,kann, vil vita, hef lært: KVL” (Sjá Rósu Eggertsdóttur í Fluglæsi, 1998) (,,Questioning the Author” sjá Beck. Isabel L. og fleiri, 1997) (Textatengsl, sjá, Keene, Ellin Olliver og Susan Zimmermann 1997, Harvey, Stephanie og Anne Goudvis, 2000).
12
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200512 Rannsóknin mín: Brjóstvit eða fræði Spurningalistinn Spurt var um aldur, kyn, starfsaldur, menntun, kennsluaðferðir í lestri, notkun aðferða til að efla lesskilning, um mat á lestri, um almenna þekkingu kennara á lesskilningi og kennsluaðferðum tengdum honum, endurmenntun vegna lestrarkennslu og umfjöllun um lesskilning og lestur undanfarin ár í skólunum.
13
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200513 Rannsóknin mín: Brjóstvit eða fræði Viðtölin: Notaður var hálfstaðlaður viðtalsrammi með tólf spurningum. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt í tölvu. Við greiningu þeirra var notuð aðleiðsla, þ.e.a.s. gengið út frá rannsóknarspurningum, lykilhugtökum og fyrri rannsóknum fræðimanna.
14
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200514 Rannsóknin mín: Brjóstvit eða fræði Meðaltalstölur skólanna úr lesskilningsþætti samræmds prófs í íslensku, 7. bekk frá haustinu 2002 voru fengnar hjá Námsmatsstofnun. Notað var tölfræðiforritið SPSS við úrvinnslu gagnanna og tölurnar tengdar við niðurstöður spurningalistanna
15
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200515 Helstu niðurstöður Menntun þátttakenda
16
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200516 Helstu niðurstöður Starfsreynsla þátttakenda
17
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200517 Helstu niðurstöður Umsjón og kennsla námsgreina 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur 12 bekkjardeildir 14 bekkjardeildir 15 bekkjardeildir 11 umsjónarkennarar 13 umsjónarkennarar 14 umsjónarkennarar tóku þátt tóku þátt tóku þátt Kennsla námsgreina Íslenska 45,3% Stærðfræði 40,8% Samfélagsfr. 40,8% Erlend mál 35,5% Náttúru,-eðlis og efnafr. 27,6% Mynd og handm. 25,3% Heimilisfr. 10,5% Aðrar greinar 35,5%
18
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200518 Notkun fjögurra kennsluaðferða Spyrja nemenda spurninga úr texta 77% af 74 sem svara segjast gera það fremur eða mjög oft, 15 % stundum, 8% sjaldan eða aldrei Leggja fyrir skrifleg verkefni 61% gerir það fremur eða mjög oft, 27% stundum og 12% sjaldan eða aldrei Útdrættir 14% af 73 sem svara gera það fremur eða mjög oft, 40% stundum og 46% sjaldan eða aldrei Bútum raðað í merkingarbæra heild 4% gera það fremur eða mjög oft, 15% stundum og 81% sjaldan eða aldrei
19
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200519 Endursagnir og samræður nemenda ÁherslaNemendur þjálfaðir í að endursegja texta (72 svara) Áhersla lögð á samræður nemenda um texta (65 svara) Fremur eða mjög mikil 25%40% Hvorki lítil né mikil 49%35% Fremur eða mjög lítil 26%25%
20
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200520 Algengi notkunar á aðferðum til að efla lesskilning nemenda
21
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200521 Notkun nemenda á mörgum lesskilningsaðferðum í einu fremur en einni í senn
22
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200522 Lesskilningsaðferðir Spurt var um hvort kennarar kenndu nemendum að: Skilgreina markmið með lestrinum (55% stundum eða oftar) Skoða textann áður en lesið er(50% stundum eða oftar) Spá fyrir um atburðarás (45% stundum eða oftar) Að virkja fyrri þekkingu á viðfangsefnum texta (79% stundum eða oftar) Að hugsa upphátt meðan lesið er(25% stundum eða oftar) Að nota byggingu textans til skilningsauka (50% stundum eða oftar) Að sjá fyrir sér myndir í huganum meðan lesið er(66% stundum eða oftar) Að leita meginhugmynda í í textanum(83% stundum eða oftar) Að draga saman aðalatriði textans(90% stundum eða oftar) Að spyrja sig spurninga úr textanum meðan lesið er(50% stundum eða oftar) Að athuga ókunnugleg orð (81% stundum eða oftar) Að hafa stjórn á hugsun sinni og athygli (75% stundum eða oftar) Ath. Þeir sem svara eru frá 63-67 eftir spurningum
23
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200523 Aðferðir við kennslu lesskilningsaðferða Algengast er að kennarinn leiðbeini um notkun aðferða og nemandi axli ábyrgðina smám saman (78%) Næst algengast er að kennarinn sýni notkun aðferðar með því að nota hana sjálfur (56%) Fátítt er að kennslan feli í sér að nemendur noti lesskilningsaðferðir sem þeir hafa lært í hópvinnu eða að kennari lýsi aðferðinni nákvæmlega og hvenær heppilegt er að nota hana (41%) Athyglisvert er að margir svara ekki spurningum um aðferðirnar sem þeir beita (56-59 þátttakendur svara spurningunum)
24
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200524 Þekking á sérstökum kennsluaðferðum Gagnvirkur lestur Skoða, spyrja, lesa, rifja upp Kann- vil vita- hef lært
25
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200525 Notkun sérstakra kennsluaðferða
26
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200526 Ekki reyndist unnt að svara spurningunni um tengsl notkunar kennara á sérstökum kennsluaðferðum og meðaleinkunnum nemenda í lesskilningsþætti samræmds prófs í 7. bekk frá 2002 vegna þess hve fáir kennarar notuðu sérstakar aðferðir til að efla lesskilning nemenda sinna. Kennsluaðferðir – einkunnir
27
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200527 Samhengi texta og kennsluaðferða Val á texta fyrir nemendur
28
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200528 Þekking kennara á lesskilningi og kennsluaðferðum
29
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200529 Lestur fræðigreina um lesskilning og kennsluaðferðir
30
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200530 Kennarar og leiðbeinendur Fleiri kennaramenntaðir þátttakendur virðast kenna nemendum að skilgreina markmið með lestrinum og einnig að semja spurningar úr texta meðan lesið er. Aðrir þátttakendur (leiðbeinendur) virðast líklegri til að kenna nemendum að skapa myndir í huga sér meðan þeir lesa
31
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200531 Viðtöl við kennara Könnuðust ekki við að fjallað hefði verið um lesskilning eða kennsluaðferðir í KHÍ Þjálfun kennaranema varðandi lestrarkennslu takmörkuð Segjast þjálfa lesskilning en fremur ómeðvitað en af ásetningi Höfðu jákvætt viðhorf til lestrar, lásu sjálf mikið og töldu lestur eina mikilvægustu námsgrein í skólanum
32
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200532 Ályktanir Ekki er unnt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar um kennsluaðferðir kennara almennt heldur eiga niðurstöðurnar aðeins um þá sem þátt tóku í rannsókninni með því að svara spurningalistum og eiga viðtöl við rannsakanda.
33
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200533 Ályktanir-umræða Kennarar í 5. -7. bekk á Austurlandi sem þátt tóku í rannsókninni beita almennt ekki markvissum kennsluaðferðum til eflingar lesskilningi (2003) Þeir segjast þjálfa nemendur í beitingu lesskilningsaðferða en ef til fremur ómeðvitað en af ásetningi Fremur fátítt er að þeir sæki sér þekkingu með því að lesa fræðilegar greinar hvort heldur um lesskilning eða kennsluaðferðir til að þjálfa hann eða námskeið um lestur Hefðbundin lestrarkennsla er algeng, og einnig að kennarar spyrji nemendur spurninga úr texta og leggi fyrir skrifleg verkefni úr lesefninu í því skyni að efla lesskilning Námsmat í lestri ber keim af lestrarkennslunni
34
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200534 Ályktanir- umræða Lítill munur virðist vera á faglærðum kennurum og leiðbeinendum varðandi þjálfun lesskilnings hjá nemendum 77% austfirskra kennara spyrja nemendur spurninga úr texta og 61% leggja skrifleg verkefni úr texta fyrir nemendur sína
35
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200535 Ályktanir- umræða Kennarar þekkja almennt ekki kennsluaðferðir til eflingar lesskilningi og kemur það heim og saman við athugun Rósu Eggertsdóttur meðal norðlenskra kennara 1998 1/3 þátttakenda ver engum tíma til kennslu sérstakra lesskilningsaðferða
36
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200536 Ályktanir- umræða Kennarar velja texta fremur með hliðsjón af lestrarfærni nemenda en af því hvaða lesskilningsaðferðir þeir eru að þjálfa hjá nemendum sínum 40% þátttakenda leggja áherslu á að nemendur ræði saman um texta sem þeir hafa lesið Þátttakendur í rannsókninni þjálfa fremur notkun einnar lesskilningsaðferðar en margar í senn sem getur bent til þess að þjálfun þeirra sé ekki markviss ef marka má viðtöl við kennarana fimm
37
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200537 Að lokum Bæta þarf menntun varðandi lestur, lesskilning og kennsluaðferðir í kennaramenntastofnunum Skólastjórnendur verða að beita sér fyrir því að kennarar tileinki sér,,nýjungar” á sviði lestrarkennslu Gefa verður kennurum sérstakan tíma í skólastarfinu sjálfu til að fylgjast með í faginu, leita upplýsinga, lesa þær og tækifæri til að ræða við jafningja sína Við kennarar þurfum að vera vakandi fyrir nýrri þekkingu og hugmyndum sem stöðugt birtast í fagtímaritum, bókum og í upplýsingabönkum á Netinu
38
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200538 Að lokum Lestur í grunnskólanum Hversu mikla áherslu ber að leggja á lestrarkennslu á ólíkum námsstigum og þá hvers konar lestrarkennslu? Hvaða þekkingu verða kennarar að hafa til að kenna lestur?
39
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200539 Brjóstvit eða fræði Brjóstvitið er gott og gilt en er ekki ástæða til að huga betur að fræðunum? Hverjir eiga að bera ábyrgð á því að koma þekkingunni á framfæri við kennara?
40
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200540
41
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200541 Nokkrar góðar bækur fyrir kennara sem langar að kynna sér kennsluaðferðir sem komið geta sér vel við þjálfun lesskilnings Beck, Isabel, L. 1997. Questioning the Author, an Approach for Enhancing Student Engagement with Text. USA, IRA. Blachowicz, Camille og Donna Ogle. 2001. Reading Comprehension, Strategies for Independent Learners. 2001. New York. The Guilford Press. Chambers, Aidian. 2001. Tell me, Children Reading and Talk. Great Britain. Thimble Press. Chambers, Aidian. 1996. Reading Environment. Great Britain. Thimble Press. Harvey, Stephanie og Anne Goudvis. 2000. Strategies That Work. Teaching Comprehension to Enhance Understanding. Canada. Pembroke Publishers. Keene, Ellen Oliver og Susan Zimmermann. 1997. Mosaic of Thought, Teaching Comprehension in a Reader´s Workshop. USA. Heinemann. Pressley, Michael. 1998. Reading Instruction That Works. The Case for Balanced Teaching. New York, The Giulford Press.
42
Jarþrúður Ólafsdóttir -málstofa í HA 16.apríl 200542 Frábært rit sem allir ættu að lesa Fluglæsi, Áherslur, stefnumörkun og aðferðir í lestrarkennslu sem gefið er út af Skólaþjónustu Eyþings og Rósa Eggertsdóttir ritstýrði.
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.